This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
28 júlí 2003 Innipúkinn er málið, annað er viðbjóður! Þá fer að líða að verslunarmannahelgi. Það er leiðinlegt hvað mér finnst alltaf sumarið búið eftir þá helgi. Reyndar er ágústmánuður í sérstöku uppáhaldi hjá mér, birtan og litirnir, og dimmt um nætur, mér líður sérstaklega vel í ágúst. Ætli að ég sé ekki haust? Stefán Bjartur á afmæli í ágúst, eftir réttan mánuð. Stefán Már á hinsvegar afmæli í dag!
Ég hef aldrei farið á útihátíð, svo að kalla. Ég fór á Bjarkalund með mömmu og pabba í kringum 1990, Stjórnin var að spila, en 2001 fór ég með Geirfuglum á Eldborg var þar í tvo klukkutíma. Það var viðbjóður (ég hef enn ekki fengið greitt fyrir giggið frá Geirfuglum). Ég fór hinsvegar á innihátíðina Innipúkann í fyrra og það sem var nú gaman, jeminn eini! Það má með sanni segja að sú hátíð hafi tekist vel og að sjálfsögðu verður framhald á því í ár. Ég setti auglýsingarborðann hér að ofan, ykkur til upplýsingar og vona að allir sem þetta lesa mæti. Minni sérstaklega á forsöluna sem er komin á fullswing og þar er hagstæðari kjör í boði.
Mig langar lítið á þessar útihátíðir, mér finnst þær lítt kræsilegar í ár. Eyjahátíð er mjög lítið spennandi, það er ekki nema Almamamalmahey sem heillar, Björgvin á kontrýströnd, hann er nú hrútleiðinlegur og Galtalækur er fyrir þá sem fíla spaugstofuna. Almennt er einungis boðið uppá drullu, ofbeldi, illan húmor og votviðri...!