This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
03 nóvember 2003 Einn, tveir og byrja.. Jæja, víst að fólk útí heimi er fari að kvarta yfir fréttaleysi. Þá verð ég að fara taka mig á. Jú, ég var í Danmörku og kom aftur, og ég hef einfaldlega ekki átt tímaaflögu fyrren nú til að setjast við skriftir. Bryndís mín kom heim á sunnudeginum fyrir viku en þá átti Stefán að koma frá Ísafirði en það var ófært. Hann kom daginn eftir og síðan kom ég eftir miðnætti þetta kvöld. Ég var búinn einhverju áður að ráðgera galdradagskrá þetta þriðjudagskvöld í samvinnu við galdramenn á Ströndum. Það var frábært. Næsta kvöld fór í hljómsveitaræfingu en ég hafði fengið SMS frá Gumma um leið og ég lenti á Leifsstöð um að við værum að spila á Nasa á fimmtudagskvöld. Það var og. Við spiluðum á frekar slöppum tónleikum, Nasa alltof stór fyrir okkur Maus og Kimono þetta kvöld. Á föstudagskvöldið var hinsvegar Máls og menningar-partí á Grand Rokk, mikið drukkið og haft gaman. Klukkan 23.30 steig svo á svið hljómsveitin Miðnes, sem margir lesendur þessarar síðu kannast kannski við! Ég sat við hlustir og fékk í lok, að gjöf áritað eintak af nýjustu plötunni þeirra sem heitir alein. Þetta var hið áheyrilegasta popp og ýmislegt á plötunni aldeilis fantagott. Helgin fór í vinnu (selja Harry Potter og Arnald), afmæli og heimsóknir og svoleiðis, borða og horfa sjónvarpið og ..... ég gat bara ekki bloggað!
Úff, þegar líður svo langur tími á milli skrifa þá verða skrifin bara leiðinlegri, hálfkláraðar setningar og tilkynningaskylda. Ég hef frá miklu að segja, t.d. frá Danmerkurferðinni, en nú er þetta svo snöggsoðið orðið hjá mér svo ég ætla bara að hætta í þetta skiptið. Ég blogga bara strax aftur á morgun. Enda er ég upptekinn nú við prófarkarlestur fyrir plötuna okkar... sem er við það að verða tilbúin!