This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
16 nóvember 2003 Greindist með Togga í hálsinum! Ekkert drastískt gerðist um helgina. Hún leið hjá tiltölulega áfallalaust. Ég hafði það gott í faðmi konu og barns. Það er kannski helst að ég hafi átt nokkra slæma hálsdaga uppá síðkastið, síðla kvölds og snemma morguns er ég ansi þurr í hálsinum og með ógnvænlega dimma rödd. Það er ekki laust við að ég hljómi eins og Toggi í Singapore Sling, á morgnana og kvöldin. Óþarflega kúl rödd og ekkert endilega við hæfi svona snemma á morgnana, í Bókabúðinni til dæmis. Vonandi losna ég við Toggann bráðlega.
Ég hlakka strax til næstu helgar en þá förum við Bryndís á jólahlaðborð í Jósölum. Bjartur ætlar að gista hjá Bryndísi frænku sinni á meðan. Aðra helgi verða svo mikil útgáfuteiti um allan bæ, bókaútgefendur bjóða til veislu, Edda og JPV á sama tíma. Senn líður svo að útgáfu Stóra Hvells, þá þarf að halda útgáfupartý. Við erum ekki alveg ákveðnir með útgáfutónleikastað, allar hugmyndir vel þegnar. Mest spennandi finnst mér þó útgáfa á nýjum fimmþúsundkalli, ég verð einhvern veginn að troða mér inní það útgáfupartý, jafnvel að fá áritað eintak...
Mánudagur. Vinnuvika framundan. Ef einhver ykkar lesenda er með mánudag í sér og finnur til leiða, þá skora ég á þann að lesa
þetta og leiðinn er úr sögunni. Endurtakist eftir þörfum.
10:29 e.h. Ekki vera feiminn