bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
28 janúar 2004  
Ljóð dagsins
Dagbjört og Rúna,
hvar eru þær núna?
Elska þær kannski einn mann?
Hver í fjáranum er hann?
Vinnur hann kannski á lyftara,
í miðri Ankara?
Fyrir hvern er hann þá að vinna?
Kannski Kolbein og Tinna.
En þeir eru bara djók
sem lifa í ævintýrabók.
Þetta vandamál ég ekki skil
því Dagbjört og Rúna eru ekki til!

8:41 f.h. Ekki vera feiminn

26 janúar 2004  
Mánudagur, hvað ertu að gera....
Ég er nú bara voða feginn þegar mánudagur kemur upp og vinnuvika hefst. Það er svo margt sem mér leiðist við helgar, maður liggur heiladauður fyrir framan sjónvarpið í staðinn fyrir að gera eitthvað kreatíft, auk þess er dagskráin alltaf viðbjóður. Svo þarf maður að fara í Bónus að versla inn fyrir vikuna. Svo bætir það ekki úr skák að ég er með frístundaveiki, fæ strax höfuðverk, vöðvabólgu og kvef um leið og ég stimpla mig út úr vinnunni. Mánudagar, komið fagnandi!

Síðasta helgi var nú samt ágæt, seldi fullt af bókum á laugardeginum, horfði á Gangs of New York um kvöldið, sem var frekar slöpp, fór á fínan hljómsveitarfund og í sólarkaffi til Smára, Siggu og Gunnars, fínt kaffi og íðilfagrar pönnukökur, allt til háborinnar fyrirmyndar.


Á daglegum ferðum mínum um Laugaveginn sé ég alltaf eitthvað skemmtilegt og forvitnilegt. Ég hef oft séð tvo grunsamlega gamla karla með skjalatöskur og óstjórnlegt glott, labba milli búða. Mér hefur ekki tekist að finna út hverjir þeir eru eða fyrir hverja þeir vinna. Kannski eru þetta fyrstu handrukkararnir ennþá við störf. Mér finnst samt gaman að ímynda mér að þeir séu gaurarnir sem eiga Laugaveginn og séu að innheimta leiguna í öllum búðunum. Annað sem er svo fjandi skemmtilegt er nýr veitingastaður sem mun opna á næstunni á þeim stað sem eldur mikill kom upp í fyrra eða hittífyrra. Og hvað skildi staðurinn heita; jú ROSSOPOMODORO! Nema hvað. Ímyndið ykkur þegar þið hringið og pantið borð; ROSSOPOMODORO, Sossa get ég aðstoðað! Hvað er með þessar nafngiftir á veitingarstöðum og verslunum hér á landi á? Hvers vegna getur fólk ekki drullast til að skíra staðina sína á íslensku? Er það af því að það er svo önkúl, af hverju heitir golfarabúðin Hole in one ekki Hola í höggi, af hverju heitir XL fatabúðin High and mighty en ekki Hlunkarnir? Eru þetta kannski allt keðjur? Og er þá ROSSOPOMODORO keðja líka? Eru til víðs vegar í heiminum ROSSOPOMODORO aðdáendur sem safna derhúfum, handklæðum, sængurverum og tannstönglum merktum ROSSOPOMODORO lógóinu?

10:49 e.h. Ekki vera feiminn

22 janúar 2004  
...djöfulsins massa-útsala er á bæði erlendum og íslenskum bókum í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18! Tja sei sei! Og þetta eru sko ekki neinar skræður, nei aldeilis ekki, bara nýlegar bækur! Nú er ég gáttaður.

4:09 e.h. Ekki vera feiminn

19 janúar 2004  
Kalli, kúkur og kafald...
..einkenndu helgina sem leið. Við fórum í heimsókn til Írisar frænku en hún býr í Hafnarfirði, þ.e. uppá efsta hól í Áslandshverfi. Í stofunni sat ég við gluggann og horfði meira á hríðina úti heldur en á Idol-dótið. Stefán Bjartur var að hefja ægilega tanntökuhrinu og kúkaði þrisvar í partíinu og þar á meðal öll fötin sín í gegn. Við þurftum að fá lánaðan alklæðnað hjá Einari Árna Sigrúnar- og Gíslasyni, en hann er ári yngri en Stefán en borðar sem betur fer hraðar en Stefán og gátum við því troðið honum í sokkabuxurnar hans. Það fer ekki hver sem er í sokkabuxurnar hans Einars.

Ædolið var ferlega langdregið og næstum alltaf þegar ég leit á skjáinn voru Simmi og Jói að segja eitthvað frábært. Þegar ég sá einhvern þáttinn fyrir vikum síðan taldi ég víst að Anna Katrín ynni þetta, hún væri með ómþýðustu röddina, rödd sem færi ekki í pirrurnar á manni (nema í R&B söng). Kalli truflaði mig ekkert endilega sem söngvari, sjóaratýpan ætti að höfða til manns frekar en hitt, en mér fannst hann frekar óspennandi í alla staði. Jón Sigurðsson hafði ekki röddina með sér, en heppnina hafði hann. Röddin er alls ekki allra, en hann býður af sér mikinn þokka, ferlega geðugur piltur. Ég hélt með honum á endanum. Svo þekkir hann Denna...! Magnað hversu þátturinn fékk mikinn áhuga fólks, allir eru að tala um þetta, og ég að eyða bloggi í þetta rusl. Ég hef aldrei séð annara landa Idol og er ekki með Stöð 2, en ég horfði á nokkra íslenska í ruglaðri útsendingu og ég myndi aldrei þekkja neinn úr þessum þáttum nema kannski í hríðarkófi og slæmu útsýni.

Áttum draumakvöld á laugardeginum. Borðuðum RAFMAX, folaldakjöt úr Nóatúni, drukkum ástralskt rauðvín og spiluðum JENGA.

Sunnudagurinn var slappur. Laugardagskvöldið minning ein sem olli höfðinu þunga. Engar vöfflur...

11:19 e.h. Ekki vera feiminn

12 janúar 2004  
Explicit lyrics-parental guidance!
Þá er maður búinn að finna taktinn aftur! Nú getur maður vaknað fyrir hádegi aftur, orðið saddur þó maður slafri minna í sig en einu hangikjötslæri með lítra af uppstúfi og kartöflum og maður kemst af án sælgætisáts tímunum saman. Það tekur smá tíma að hrista jólin af sér og koma sér í janúarfílinginn, og þá er ég ekki endilega að tala um jólakílóin, þau fara þegar maður kúkar!

Hér kemur brandari: Nýyrðasmiðir í íslenskri tungu hafa fundið Viagra-pillunni stað í okkar ástkæra ylhýra, og heitir pillan nú; Uppstúfur! hahahaha.

Nýtt ár hefur uppá margt að bjóða og í byrjun árs langar mig í;
bíó: LOTR, það væri gaman að sjá hvernig þeir loka hringnum. Hef reyndar heyrt allskonar hommakenningar um myndina, verð bara að bíða og sjá.
tónlist: mig langar að eignast eitthvað nýtt og ferskt, jafnvel nýjustu White stripes, er orðinn geðveikt lélegur í nýju stöffi, af sem áður var.
DVD spilara: eða nýtt vídeó..nei, dvd og nýtt vídeó. Síðan langar mig í heimildarmyndina The kids are allright.
nýja tölvu og adsl: betra blogg?? Ég veit það ekki.

Stóra systir mín, hún Bryndís á afmæli á morgun og verður því enn stærri fyrir vikið. Til hamingju mín kæra....


10:57 e.h. Ekki vera feiminn

04 janúar 2004  
Raunveruleikinn bítur.
Þá hefur maður snúið sér aftur að raunveruleikanum, kominn til Reykjavíkur. Hversdagsleikinn glennir sig framan í mann, enginn salernispappír, engin mjólk né brauð til á heimilinu. Þetta er ægilegt, svo er það helvítis vinnan...

Þegar nýtt ár renndi í hlað fylltist ég einhverri einkennilegri tilfinningu, mér fannst ég vera óstjórnlega bjartsýnn í garð hins nýja árs. Nýir möguleikar tækju á móti manni, ný sóknarfæri, tími til kominn að opnu augun og horfa í aðrar áttir. Þessi bjartsýni getur nú varla verið slæm og ætti nú bara að boða eitthvað gott, og óþarfi að líða einkennilega vegna hennar. Nú er málið reyndar þannig að nær allir þeir sem ég hef rætt við eru verulega jákvæðir úti hið nýja ár og einhvers staðar stóð í fjölmiðlum að árið yrði nú sérdeilis frábært.
Þetta veldur því að ég er orðinn logandi hræddur og þori varla að mæta árinu 2004, langar miklu frekar að loka mig inní skel.

Miklar og skemmtilegar umræður um Opinberun Hannesar í öllum miðlum, myndin virðist fá háðslega útreið alls staðar annars staðar en í Morgunblaðinu..en Morgunblaðið er nú varla að ljúga þegar það gefur myndinni þrjár stjörnur. Önnur merkileg staðreynd er sú að myndin Kaldaljós fékk hálfri stjörnu meira en sú fyrrnefnda í sama blaði. Þá spyr maður sjálfan sig; er það þess virði að hlaupa eftir hálfri stjörnu?
Opinberun Hannesar + hálf stjarna = ekkiséns!

Horfði annars einmitt á íslenska mynd í gær, víst við erum byrjuð að tala um þær, sú heitir Nói Albinói og mér hundleiddist hún. Ekki endilega var hún slæm eða illa gerð, ég get sjálfum mér um kennt að sjá hana svo seint, öll atriðin hafa verið sýnd í sjónvarpinu má segja svo ég átti ekki eftir að sjá mikið en því miður olli hún mér verulegum vonbrigðum.

10:25 e.h. Ekki vera feiminn

02 janúar 2004  
Nýtt ár...sama ruglið!
Komið þið sæl á ný! Ég vil nú byrja á því að óska ykkur til hamingju með nýtt ár, það var gott að losna við það gamla það var orðið eitthvað svo langdregið þarna síðasta daginn. Vitaskuld sveik ég loforð mitt um síðasta blogg gamla ársins enda er ég bloggari af síðustu sort, en eitt af fjölmörgum áramótaheitum er að standa mig betur í þessu þ.e. að standa betur við loforð. Ég var annars búinn að sjá fyrir mér gamlársdag í formi kaffibolla og bloggræpu þar sem ég myndi fara yfir árið og fremja á þvi málefnalega krufningu, en nei....ég sveik sjálfan mig. Það er nú ekkert nýtt, stundum fer ég svo illa með sjálfan mig að ég græt undan mér og eineltinu í minn garð. En ég þarf ekki að örvænta því eitt af mínum fjölmörgu áramótaheitum er að fara betur með sjálfan mig.

Í pásunni sem myndaðist við þessi greinaskil hugsaði ég lengi vel hvað mér fyndist minnistætt við nýliðið ár, ég get ekki hugsað skýrt, bölvaðir fréttaannálarnir sitja svo í mér að ég væri vís með að skrifa um kosningarnar eða kaupauka eða eitthvað þaðan að verra. Annállinn verður bara að koma seinna ( jæja, byrjaður að lofa uppí ermina )!

Áður en ég byrjaði þessi skrif fór ég hinn vanalega vef-rúnt, kíkti til Gunnars, Gríms og Fjalars meðal annarra og tók eftir því að mörgum var Áramótaskaupið og Opinberun Hannesar ofarlega í huga. Ég hef svo sem ekki miklu við þetta að bæta annað en að Áramótaskaupið var hreinræktaður viðbjóður, verra en skítflöt spaugstofa í sunnudagsþynnku og Opinberun Hannesar var bara hreinlega ekki mönnum bjóðandi. Ég vil varla eyða í þessa mynd lýsingarorðum, það yrði blessuðum lýsingarorðunum til minnkunar að verða nefnd í sömu setningu og þessi mynd. Ég hreinlega óska þess heitar en nokkuð annað að Davíð Oddsson verði áfram í forystu í íslenskum stjórnmálum svo honum gefist minni tími í handritasmíð sem þessa....djók. Ein helstu áhrif sem myndin hafði á mig var sú að ég varð ægilega pirraður í löppunum, eins og ég þyrfti að sparka í eitthvað.

Ég mun líka á næstu dögum segja ykkur frá þeim ótalmörgu áramótaheitum sem ég strengdi á gamlárskvöld; ég ætla að hreyfa mig meira, borða hollari mat, verða skemmtilegri, betri vinnufélagi, betri vinur vina minna, meiri óvinur óvina minna, brosa breiðar og fleira og fleira....
Ég get því miður ekki haft þetta lengra í bili, þangað til næst!

6:37 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.