This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
30 júní 2004 Tíminn! Er hann trunta? Nú styttist í að maður fer í fríið. Það er viðbúið að því ljúki áður en mér tekst að blikka augunum tvisvar. Hver helgi er plönuð í ystu æsar og allt verður þetta voða skemmtilegt.. en hvað gerist þegar maður skemmtir sér, jú, tíminn flýgur! Ég verð helst að reyna koma mér í eitthvað leiðinlegt, skrifa ritgerð, skoða skattaskýrslur eða eiga í fasteignaviðskiptum!
Ég átti afmæli fyrir viku. Varð 29 ára gamall. Freyr Eyjólfsson óskaði mér til hamingju og sagði mér að vera viðbúinn því að kveðja tuttuguog.. og taka á móti þrjátíuog..! Hann sagði að helsti munurinn væri sá að þegar maður er tuttuguog.. þá er manni boðið í partí en þegar maður verður þrjátíuog.. er manni bara boðið í matarboð. Við Briss fórum einmitt út að borða á Austur-Indíafélaginu á afmælisdaginn og borðaði ég harkalega yfir mig. Ég vaknaði um nóttina, í svitabaði og sprengsaddur, og gat ekki sofnað yfir áhyggjum yfir að ég yrði saddur til æviloka. Djöfull var ég svo svangur morguninn eftir.
Rvk.Spirits hélt smá boð á Grandinu síðasta laugardag og höfðu flestir gaman af. Ýmsir reyndu að leggja stein í götu okkar, m.a. EM í fótbolta, en hollendingar og svíar hlupu púng-slappir í hátt á þriðja tíma eftir boltanum, á stótu tjaldi á Grand rokk. Hljómsveitin Týr stóðu í vegi okkar þegar við mættum í sándtékk og endaði með því að ég sá mig tilneyddan að spila á hundljótt plebbasett Týs-trommarans sem leit út eins og sköllóttur Skúli Óskarsson lyftingarkappi. Hann sagði við mig um leið og hann benti á settið; "this is my baby, you know how to treat babies". Já, einmitt, ég ætla að lumbra á því með prikum!!
Um helgina verðu hátíð í Klinki og Banki og mun hljómsveitin Homebreakers spila sitt tangó/köntrí geðklofaprógramm um kl. 17.30 á föstudeginum. Allir eiga að mæta.