This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
07 september 2004 ,, ..steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur uppfrá dauðum" Jæja, nú er komin glæný fartölva á heimilið, stafræn myndavél og ilmandi þráðlaust net. Kallar það ekki á endurnýjun lífdaga. Bryndís er byrjuð í kennaraháskólanum, á fullt í fangi með að læra uppá nýtt hvernig maður lærir..! Stefbjartur er rosa ánægður á leikskólanum Sólhlíð, þar er hann frá kl. 08.15 til 16.15. Þar er einnig vinur hans, hann Ómar Smári og sömuleiðis sonur Rúnars Freys og Selmu Björns, Gísli Björn (örugglega skírður í höfuðið á Gísla Marteini og Birni Bjarnasyni)!
Svona líða dagarnir hjá, Bryndís í skólanum, saumar þess á milli, fer svo að skúra eftir að ég er búinn í vinnu, síðan heim að læra. Þegar hún er ekki að skúra á kvöldin þá fer ég á hljómsveitaræfingar. Heilmikið er að gera í vinnunni og allt gengur vel. Við Bryndís reynum hve mest við getum að eiga góða stund með Stefáni, og passa okkur á því að tíminn frá kl.16.00 til 20.000 sé ekki einhver streitutími. Annars ákváðu þær Bryndís og Sigrún María að skiptast á pössunum á börnum okkar, svo bæði ég og Briss, og aftur Sigrún og Gísli ættum reglulega kvöld fyrir okkur. Þá getum við farið í bíó eð eitthvað frábært... !
Vá, hvað ég er kominn úr æfingu.