This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
22 maí 2005 Stebbi Kriss
Hér á kommentakerfinu á undan fór fram örlítil umræða um viðurnefni, já og uppnefni. Stefán okkar þverneitaði að heita því nafni um langa hríð, hann er nýbyrjaður að sættast við það. Þegar við kölluðum á hann leiðrétti hann um hæl og sagðist heita stebbi eða Gebbi eins og hann bar það fram. Stinni Hemm kom með mjög fína útlistun á möguleikum skömmu eftir skírn Stefáns; ef hann yrði þingmaður þegar hann verður stór þá yrði það Stefán B.Kristjánsson, ef hann yrði rithöfundur þá S.Bjartur Kristjánsson, tónlistarmaður Stebbi Kriss og almennur verkamaður þá yrði það Stebbi Kristjáns. Þessi mynd af Stefáni er tekin á Valseyri í Dýrafirði, horft er út fjörðinn og má sjá Sandafellið þarna í fjarska. Myndin var tekin í lok apríl. Kiddý átti fallega og heilbrigða stúlku þann 17.maí, sama dag fyrir ári átti Birna Málmfríður hana Álfrúnu Freyju og Erna Sigrún Snæfríði Lillý og Sunna og Steini áttu Birnu Júlíu þann 18.maí. Við ætlum einmitt að kíkja til Birnu Júlíu í kaffi í dag. Blessað barnalánið!
11:32 f.h. Ekki vera feiminn