bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
29 ágúst 2005  
Slikk og Stefbjartur!
Fjölskyldan fór til Ísafjarðar um helgina. Brullaup og ammæli. Erfið helgi og allir þreyttir.



Þessi kall átti laugardaginn. Háli Slikk kvænti sig almennilega, Dóru Hlín Gísladóttur. Veislan var að aungvu leyti eftirbátur hinna tveggja í sumar, þvert á móti!



Þessi kall átti svo sunnudaginn; Stefán Bjartur Kristjánsson varð þriggja ára í gær. Stefán fékk píanó og gítar með sveif ásamt allskonar bílum, stórvirkum vinnuvélum, teiknimyndum og pollagalla.
Ég verð að fá að segja ykkur betur frá þessu öllu saman síðar. Minnið mig á að segja ykkur frá ræðu Smára Karlssonar, besta gaurs, þ.e. ef enginn verður fyrri til!

9:28 e.h. Ekki vera feiminn

18 ágúst 2005  
Þar sem fídbakk og ruslutunnuendar eru list...!
Komið þið sæl,
jæja ég fór á Sónik Júþ í gærkveld. Ansi hreint magnaðir tónleikar. Rosalega gaman að sjá þetta band. Ég reyndi hvað ég gat að halda kúlinu þegar þau komu á svið (..enda virðast tónleikar í dag snúast um að sýna sig og sjá aðra og vera í réttu fötunum með réttu greiðsluna) en ég hló upphátt af geðshræringu. Þau voru óþarflega kúl og í banastuði, og þá sérstaklega Thurston Moore sem lék á als oddi. Gítargeðveikin var allsráðandi og margt hægt að læra af þeim, þvílíkt frábært sánd þrátt fyrir fídbakk og drullu.
Annars er merkilegt hvernig fólk er orðið ofdekrað í dag. Manni finnst það vera hversdagslegur hlutur að fara á tónleika með stóru böndum. Í gær fórum við Gummi saman og ákváðum að fara frekar á bar fyrst og fá okkur einn áður en við færum inn. Sonic í næsta húsi og við að chilla yfir einum köldum á Kaffibrennslunni (n.b. þar má biðja um sérstakan Ísfirðingabjór sem mælt er með hér). Það þykir ekkert tiltökumál að sjá Sonic youth í dag og jafnvel Rolling stones á morgun.

Menningarnótt framundan og ég hef undirbúið dagskrá af miklum metnaði. Til háborinnar fyrirmyndar. Ég er samt virkilega óánægður með þróun Menninganætur, mér finnst hún ömó. Áður fyrr opnuðu verslunarmenn í miðbænum uppá gátt hjá sér og buðu uppá eitthvað menningartengt með. Allar búðir voru opnar frameftir og gátu kynnt sína starfsemi með skemmtilegu móti. Núna hinsvegar er öll dagskrá búin um 23.00 og þá tekur við geðveikt fyllerí. Tryllinglega stórir Rásar 2 tónleikar drekkja öllum miðbænum með hávaða og látum. Svo er náttúrulega Landsbankinn kominn í þetta og rauði krossinn og hvaðeina...! Ég hef ákveðið að kenna R-listanum um þetta, að sjálfsögðu. Enda er það lenska í dag.
Fólk er að missa af strætó...helv. R-listinn! Mávafargan uppá landi...helv. R-listinn! Rigning...helv. R-listinn! Ekkert bílastæði...helv. R-listinn!

Annars ætla ég að biðja ykkur að labba framhjá Máli og menningu á morgun milli 17.00 og 18.00 en þar verður grillveisla, tilboð á töskum og hljómsveitin eiturhressa Norton mun spila!! Ég er ekki að segja ykkur það, ég er að biðja ykkur..!!!

9:50 e.h. Ekki vera feiminn

09 ágúst 2005  
Einu sinni á ágústkveldi..!


Halló, halló!
Mikið fjári líkar mig vel við ágúst (les. mánuðinn)! Birtan, myrkrið, lyktin, ilmurinn, litirnir. Líf án lita, hvernig yrði það. "Líf án lita, engar kindur". Þetta er ódauðleg textalína eftir Ernu Jónmundsdóttur bolvíking, ekki óhugsandi að Vagns-systkin hafi verið viðriðin þessa snilld líkt og aðrar. Það er samt hundfúlt að allt sumarið, eða öllu heldur helstu atburðum sumars skuli vera pakkað í einn mánuð; ágústmánuð. Verlsunarmannahelgin, krútthátíðir, mýrarboltamót, hinseginhátíðir og menningarnótt.

Sumarið
er líkt
og ljóð
þar sem öllu er troðið í síðustu línuna.

Sko, þetta get ég. Ég er ekki bara ómerkilegur bókabúðakall.

Síðasta föstudag var ég á gangi á Laugaveginum og gekk þá framhjá stórri auglýsingu í glugga Kirkjuhússins. Þar var verið að auglýsa armband sem heitir "Bænabandið", fallegt rautt band til að hafa um úlnliðinn. Þetta er víst útlensk framleiðsla og stóð þess vegna stórum stöfum; PRAY GUIDE, en það er útlenska heitið. Þetta fannst mér yfirnáttúrulega fyndið svona akkúrat daginn fyrir GAY PRIDE.

Fór á krútthátíðina með strákunum í Reykjavík! og skemmti mér dável. Sá Múm í hörkusveiflu, Borko í banastuði, Auxpan í amazing-grace fjöri en missti því miður af Skátum sem eru í miklu uppáhaldi. Dyravörðurinn stoppaði mig þegar ég var á leiðinni inn og sagði; "...mig langaði bara að segja að þú ert mun betri söngvari í dag en þú varst hér áður, margir segja að þú sért lélegur en mér finnst þú góður"!
Ég þakkaði bara pent fyrir.
Síðar um kvöldið kom hann til mín og spurði; "..hva segiru Biggi, ertu enn að vinna í Skífunni, eða ertu bara í músikinni?"
Ég er í músikinni.
Eftir að við í Reykjavík! höfðum lokið okkur af, elti hann mig inná klósett; "..hérna Biggi, þú ert bara helv.. góður á trommur! Trommaðir þú eitthvað sjálfur með Maus?"
Maðurinn hélt að ég væri Biggímaus, ég var of seinn að leiðrétta hann og fór því bara sem fyrst af svæðinu.

Myndin að ofan er af Jóni Þór, Stefbjarti og Bryndísi í dýrðarpottinum hjá Jóa og Öldu. Bryndís er þarna með tilbrigði við svipinn sem fegurðardrottningin Unnur Birna notar óspart. Jón Þór er ekki með síðri svip, en fyrirmyndin er óljós. Stefán situr einbeittur á Polar-barnum í miðjunni.

10:08 e.h. Ekki vera feiminn

02 ágúst 2005  
Hér koma nokkrir punk-tar!
Komið þið sæl,
ég er nú bara að láta vita af mér svona! Ég hef því miður látið dagbókarskrifin mæta afgangi síðustu misseri, sem er verulega slæmt því ef einhver spyr þá man ég ekki svo vel hvað ég gerði, hvað var gaman og hvað ekki. Svo ekki sé nú minnst á ykkur greyin mín, sem ekkert vita um mínar ferðir né gjörðir og tryllast af áhyggjum.
Hér koma því einungis nokkrir minnispunktar:
  • ég fór á fjölskyldumót rétt fyrir mánaðarmót júní-júlí, í Heydal Mjóafirði. Skemmtum okkur dável þrátt fyrir dumbung og smá djöflarok sem þeytti tjöldum og matarbirgðum systra minna um víðan völl. Vígðum hinsvegar hið nýja tjald okkar "the palace" sem stóð af sér allar orrustur.
  • stundaði fjallgöngu, golf og almenna útiveru um Vestfirði.
  • fór í brúðkaup Siggu og Smára, tók virkan þátt, trommaði með hinni unaðslegu sveit Unaðsdal, smurði snittur og stofnaði um leið veisluþjónustuna "Snitturnar þrjár".
  • eftir að hafa glímt við þjóðveginn, á leið til Reykjavíkur, fór ég á tónleika með Antony and johnsons. Skrýtnir en hin þægilegasta skemmtan þegar allt kom til alls. Fannst best þegar hann kóveraði Leonard Cohen.
  • undirbjó miðnæturopnun í bókabúðinni vegna útkomu sjöttu bókarinnar um Harry Potter, grillaði pylsur undir DJ-i Gísla Galdurs.
  • fór í stórkostlega útilegu með klíkunni í Þjórsárdal, fór í sund á tunglinu, skoðaði fossinn Hjálp!
  • einn dag fékk ég tvær barneignafréttir og þrjár skilnaðarfréttir frá vinum og kunningjum, ég var örmagna um kvöldið.
  • spilaði með hljómsveitinni Reykjavík! á ljóðahátíð Nýhil.
  • spilaði með hljómsveit Dr.Gunna á Innipúkanum, eftir nokkra mánaða hlé, nýtt stöff og gamalt. Við stefnum jafnvel á plötu í haust.
  • spilaði með Reykjavík! á Innipúkanum, gekk vel og fengum verulega góðar viðtökur. Sá Rass sem er frábær en var í slæmu sándi, Þóri sem var ágætur, Cat power sem var bara leiðinlegt, Mugison átti frábært kvöld, með Rúnu á trommum í einu lagi, Jonathan Richman var hlægilegur og hefði kannski frekar átt að vera á ljóðakvöldi Nýhil, Apparat var eiginlega bara leiðinlegt, Brim voru síðastir og voru mjög skemmtilegir. Bibbi klikkaði oft á gítarsólóunum og lagaði gleraugun inn á milli. Það var sjarmi yfir því.
  • fór í útilegu með Jóni og Gumma í Þverárhlíð. Dæmalaust hvað er gaman að koma þangað, ég fæ aldrei nóg. Ekki skemmir gestrisnin þar á bæ. Fórum í sund í Borgarnesi á heimleiðinni.

Ljúfir dagar, nú er verslunarmannahelgin búin og sumarið búið. Nei, aldeilis ekki, meira rokk og ferðalög taka við; Krútt, Mýrarknattspyrna, Sonic youth, Menningarnótt og brullaup.


10:05 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.