This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
14 september 2005 Paul Auster í Máli og menningu! Rithöfundurinn og töffarinn Paul Auster mun koma í heimsókn í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg 18 á morgun fimmtudag 15. september kl.16.30. Þá geta menn og konur hrifist af töffaraskap og ljúfmennsku hans og fengið hann til að árita bækur. Fólk má koma með sínar eigin en svo er gríðargott úrval af bókunum hans í búðinni á ensku og lítið eitt á íslensku. Auster á stóran aðdáendahóp hér á landi og er það morgunljóst að félagi minn Davíð Stefánsson er einn þeirra. Það var allavega hann sem benti mér á hann fyrst. Hún er allavega skemmtileg greinin hans Davíðs sem ég las í dag í Tímariti Máls og menningar sem er tileinkuð komu Austers. Vonandi veit Davíð af Auster í Máli og menningu.
7:14 e.h. Ekki vera feiminn