This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
15 september 2005 Sitthvað! Ég er að lesa bókina Skotgrafarvegur eftir finnskan höfund sem heitir Kari Hotakainen og er staddur hér á Bókmenntahátíð. Bókin er mjög skemmtileg og fyndin. Fyrir tveimur árum kom hingað annar finnskur höfundur á Bókmenntahátíð; Mikael Niemi sem skrifaði Rokkað í Vittula, þá frábæru bók. Niemi kom til okkar í Mál og menningu ásamt Páli Valssyni útgáfustjóra. Páll kynnti okkur Óttarr Proppé fyrir honum með skemmtilegum hætti; ,,Óttarr er ein legend í islandsk rock & roll och Kristjan er ein polkarytmameister”. Við Óttarr spjölluðum við Niemi dágóða stund og keyptum svo sitthvort eintakið af Rokkað í Vittula og fengum hann til að árita. Það fór svo ekki betur en svo að kynning Páls stóð eitthvað í Niemi, því þegar ég kom heim með eintakið mitt stóð á saurblaðinu; ,,till Kristjan, ein legend i islandsk rock & roll”! Sem setur mig í óþægilega pressu. Ég veit hinsvegar að polkinn stendur varla í Óttarri!
Ég hitti eða sá öllu heldur Þorstein Jóhannesson í Búðardal um daginn. Þorsteinn er læknir á Ísafirði og fyrrum oddviti Sjálfstæðisflokksins þar. Við vorum einmitt saman í Bæjarstjórn milli 1996-1998. Þorsteinn lenti í einhverjum vandræðum með hjónabandið fyrir nokkrum árum og alla tíð síðan hef ég bara séð manninn með ægilega skeifu, fýlusvip. Á fjögurra ára fresti, eða fyrir kosningar birtist Þorsteinn ávallt mjög kumpánlegur á reiðhjóli, kumpánlega líkt og margir hverjir sem eru í framboði. Mér flaug þetta í hug þegar ég hitti rithöfund á dögunum sem heilsaði mér einmitt kumpánlega, sem aldrei fyrr. Sama mann hitti ég í sumar á tónleikum en þá var eins og hann þekkti mig ekki. Það er komið haust.
Á dögunum kom fram hér á síðunni hugtakið “lélegur bloggari”, sem fékk mig til að hugsa um hvað það er ferlegt að vera kallaður lélegur bloggari. Blogg er dagbók, ef maður er lélegur bloggari, þá á maður lélega dagbók, lélegt líf.
Ég er með í maganum yfir nýju stjörnuspánni í Mogganum, ég hef ávallt farið inní daginn með gömlu stjörnuspána og haft hana sem leiðarvísi fyrir daginn, en hvað á ég nú að gera.
9:39 e.h. Ekki vera feiminn