This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
16 október 2005 Haustið í Reykjavík!
Minn uppáhaldsárstími er tvímælalaust haustið. Litirnir, myrkrið, lyktin og laufblöð útum allt. Haustið byrjar í ágúst og endar þegar byrjar að snjóa, verður óbærilega kalt og líður að jólum. En nú er búið að stela haustinu! Neyslusamfélagið er búið að stela haustinu. Um leið og fyrsta laufblaðið fellur þá byrja kaupmenn að auglýsa jólin. ,,Jólin byrja hjá okkur". Maður fær ekki að anda haustinu að sér, fyrir peningalyktinni. Og ég er hluti að lyktinni.
Hljómsveitin Reykjavík! spilar í gallerý Humar eða frægð í Smekkleysubúðinni næsta fimmtudag kl.18.00 og á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu kl. 20.20 sama kvöld. Það væri gaman að sjá ykkur þar!
Í tilefni af þessu langar mig að setja hér inn tengil að glænýjum, ferskum, lífrænt ræktuðum afurðum úr Gróðurhúsinu. Þær hafa ekki náð fullum þroska og eitthvað á eftir að hreinsa og flysja. Fríkeypis!