bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
19 nóvember 2005  
Síðasta helgin fyrir jólaátökin!
Hæ,
ég er að fara í IKEA að kaupa herbergi fyrir Stefán. Þessi helgi verður annars notuð í að draga andann en jólin koma brátt. Fullt af spennandi bókum sem mann langar að lesa, ég er annars að lesa Sjón og Kristjón Kormák. Bryndís stal annars bók þess síðarnefnda. Þessi jól verða tímamótajól hjá mér og fjölskyldunni, við munum ekki fara til Ísafjarðar í ár. Við erum orðin fullorðin. Ég þarf einmitt að fara að finna afmælisgjöf fyrir Bryndísi en hún verður þrítug í byrjun desember.
Ég mun geyma að lesa einhverjar af þessum glæpasögum til aðfangadagskvölds, það verður næs. Annars var gaman að lesa í morgunblaðinu í dag, á bls.34 um verðkönnun í Bónus og Krónunni. Sú grein var eins og vel skrifuð spennusaga um verðstríð.
Svo er ég að hlusta á Megasukk, hún er mjög skemmtileg, og gaman frá því að segja að ég get hermt eftir Hafþóri söngvara Súkkats..ef ég er í stuði. Svo finnst mér gaman að hlusta á Arcade fire og Benna Hemm Hemm. Platan hans Benna er með því besta sem ég hef heyrt á árinu. Svo finnst mér gaman að Eiríkur sé farinn að skrifa aftur á síðuna sína!
Hvað finnst ykkur gaman?

2:29 e.h. Ekki vera feiminn

11 nóvember 2005  
Ég er í röð útá götu!
Á miðvikudagskvöldið fór ég úr vinnu um kl.19.30 og kom við á Domino´s á Skúlagötu að sækja pizzu. Þá var röð útá götu og þar stóð ég í kuldanum. Til að láta Bryndísi vita af stöðunni ákvað ég að senda henni sms: "ég er í röð út á götu"! Það fór nú ekki betur en svo að ég sendi sms-ið óvart á vin minn Braga Valdimar en hann er einmitt á undan Bryndísi í símaskránni í farsímanum. Þetta var svo sem ekkert merkilegt nema hvað að ég fékk sms frá Braga um kl.06.00 árla fimmtudagsmorguns: "Fædd, Inga Margrét Bragadóttir kl.04.10, 51 cm. Allir í góðu stuði". Ég hef greinilega fundið á mér að eitthvað væri að gerast hjá Braga.
Ég get samt ekki ímyndað mér hvað Bragi hefur haldið um mig þegar hann, verandi á fæðingardeildinni fékk frá mér sms-ið: ég er í röð útá götu.

8:00 e.h. Ekki vera feiminn

06 nóvember 2005  
Brúðkaupsferð í Berlín!

Sjónvarpsturninn við Alexander-torg.
Við komum úr ferðinni okkar á síðasta þriðjudag og erum algjörlega í sjöunda himni. Berlín er frábær borg, falleg, spennandi og menningin og sagan við hvert fótmál. Við flugum á fimmtudeginum út til Kaupmannahafnar, vorum lent um hádegisbil og hentum töskunum í geymslu á flugvellinum. Meðan ég eyddi dögunum fyrir brottför í almenn kvíðaköst og magahnúta þá skipulagði Bryndís ferðina frá A–Ö. Hún er helber snillingur þegar kemur að svoleiðis.
Fimmtudeginum var því eytt á Strikinu, annarsvegar í Hennes & Mauritz og hinsvegar á barnum. Eins og sönnum íslendingum sæmir fórum við út úr H&M með tvo troðfulla poka. Þaðan fórum við út á völl og með Easy Jet til Berlínar. Þangað komum við um miðnætti og hafði Bryndís þess vegna bókað herbergi á Holiday Inn á Schönefeld flugvellinum í Berlín. Það var æði að ferðast með easy-jet, fínar vélar og nóg af plássi.
Föstudagurinn rann upp og Berlín skartaði sínu fegursta í sól, heiðskýru og 20 stiga hita. Eftir lestarferðina niðurí bæ, og smá labb fundum við hótelið okkar. Þar fengum við ekki nógu góðar móttökur því þeir báru fyrir sig misskilning og sögðu allt vera uppbókað næstu nótt. Við brugðumst harkalega við og sagði ég m.a.”..this is totally unacceptable”! Við fengum því herbergi á öðru hóteli í grenndinni þessa einu nótt, leigubíl þangað og aftur tilbaka daginn eftir. Þar að auki frían morgunverð og drykki á barnum. Fjórum gistinóttum okkar í Berlín eyddum við á þremur hótelum.

Ég og bjórfroða á Hackescher-hofi.
Við notuðum föstudaginn í að kynnast umhverfinu og löbbuðum á Hackescher markt, þar var margt að skoða, um kvöldið fórum við á tapasbarinn Yosoy sem mælt var með í Lonely planet. Staðurinn var troðfullur en við fengum tvo stóla við barinn og pöntuðum einn fisk-platta og einn kjöt-platta. Það er ekki hægt að segja að við höfum borðað þetta með bestu lyst, kjötið samanstóð af tveimur skinkusneiðum, allt hitt var í olíubaði; síli, ólífur, ætiþistlar og einhver óskapnaður. Bjórinn þarna var fínn. Eftir það fundum við kokteilbarinn Erdbeer (jarðarberið), þetta kvöld og hinum kvöldunum lukum við á þessum bar. Ódýrir og æðislegir kokteilar.

Bryndís og Berlínarmúrinn.
Laugardagurinn var túristadagur. Stefnan var tekin á Brandenburgar-hliðið, Checkpoint-Charlie, Berlínarmúrinn og TV-tower. Það kom okkur skemmtilega á óvart að allt var þetta í göngufæri, þ.e.a.s að ekkert labb var yfirgengilegt. Við fórum á safnið við Checkpoint Charlie og þar var hægt að renna sér í gegnum söguna frá byggingu múrsins til fallsins en við lögðum ekki í brjálaðar biðraðir við TV-tower og Reichstag (þinghúsið). Eftir frábæran túristadag sem við enduðum í bjór á Potsdamer platz, áttum við pantað borð á veitingastaðnum Nocti-vagus þar sem borðhaldið fer fram í myrkri og þjónarnir eru blindir. Það var þvílík upplifun. Við sáum ekki neitt, myrkrinu var ekki hægt að venjast. Í ofanálag við myrkrið og upplifunina þá pöntuðum við svokallaða “óvissuferð” á matseðlinum. Þetta voru fjórir réttir og hver öðrum betri. Eftir að við höfðum lokið okkur af, yfirgáfum við matsalinn og myrkrið og fórum aftur upp á barinn. Þar fengum við að vita að við vorum að borða; salat með gæsakjöti, súpu með túnfiski, naut, kanínu og krókódíl í aðalrétt. Í eftirrétt fengum við ávexti og hrísgrjón. Þetta var æðisgengið.
Á sunnudeginum nutum við þess einungis að vera í fríi, í Berlín. Fórum í bátsferð um ána Spree og sáum m.a. sundursprungnar brýr. Löbbuðum líka í Prenzlauer Berg, þar sem búa víst íslenskir námsmenn. Þeir voru greinilega heima að læra því við sáum enga íslendinga. Við heimsóttum gamlan myndasjálfsala áður en við fórum heim á hótelið. Eftir enn einn frábæran dag í Berlín, og jafnframt síðasta dag fórum við yfir bækur okkar til að finna veitingastað að heimsækja. Þá komumst við einfaldlega að því að gatan sem við bjuggum við, Oranienburgerstrasse er fræg fyrir fína veitingastaði. Við löbbuðum því einungis yfir götuna og borðuðum á austurlenska staðnum Mirchi (sem þýðir víst chili pipar). Löbbuðum þaðan út eftir dúk og disk, södd og sæl. Sóttum sannarlega ekki vatnið yfir lækinn í það skiptið.

Einbeitt við myndatöku við 17.júní-götu.
Við erum í skýjunum eftir ferðina sem við fengum í brúðkaupsgjöf frá vinkonum Bryndísar..vinkonum okkar. Berlínarbúar tóku vel á móti okkur, svo vel að gestrisnin var næstum vandræðaleg!!(..en hér á myndinni að ofan sést að gatan fyrir aftan okkur heitir strasse des 17.júni, en þá giftum við okkur!) Það er náttúrulega algjört rugl hjá manni að einblína á flugið til og frá þegar maður fer í fríið en svona er þessi blessaða flughræðsla. Eins og ég hef gaman af því að vera til, þá finnst mér ekki gaman að láta færa mig til. Ég fékk hinsvegar töflur hjá Maríu systur minni og þær róuðu mig eitthvað.

9:59 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.