This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
11 desember 2005 Hver er höfundurinn? Um helgina komu til okkar fjölmargir höfundar í heimsókn. Þeir ráfuðu um og spjölluðu við viðskiptavini, afgreiddu á kössunum, pökkuðu inn, árituðu og margt fleira. Þannig mátti sjá Hallgrím mæla með bók fyrir þrettán ára stúlku, Sjón segja til hvar bílablöðin væru, Vilborgu Davíðs pakka inn Hugleiksbók sem jólagjöf, Auði Eir og Eddu Andrésar hlaupandi um alla búð leitandi af suður-amerískum matreiðslubókum. Þetta er uppátæki sem við hófum að bjóða uppá fyrir fjórum árum. Rithöfundar afgreiða; þá eru höfundar ekki að koma gagngert til að árita, sem getur verið mjög pínlegt, eða að lesa upp. En þeir geta gert hvort tveggja fyrir utan að afgreiða bækurnar oní poka. Fyrir síðustu jól var ég að falast eftir höfundum til þess að "afgreiða", og fékk ég skemmtilegt svar frá einum höfundi sem var þá með skáldsögu:
Já, ég skal mæta svo framarlega að gengið verði að eftirtöldum skilyrðum:
A. Ég fái ókeypis kaffi og ábót. B. Tryggt verði að Arnaldur hlæi ekki að mér. C. Ungum drengjum verði ekki sérstaklega beint til mín. D. Enginn segi við mig: ég man eftir þér, ert þú ekki Randver Þorláksson. E. Fólk fari ekki að apa eftir göngulagi mínu (sem er frekar vaggandi, þetta er erfðagalli). F. Þeir sem kaupi bókina mína verði ekki stoppaðir af og lamdir í klessu. G. Hinir rithöfundarnir mæti ekki með heillandi gæludýr, svo sem talandi páfagauka. H. Ég fái að komast á salernið á a.m.k. þrisvar, einu sinni til þess að gera nr. 1 einu sinni til þess að gera nr. 2 og einu sinni til þess að þvo mér um hendurnar.
Hver er þessi höfundur?
(svarið fékk ég í tölvupósti og er ég því hugsanlega að brjóta lög. Þetta er nú samt voða saklaust og varla meiðandi fyrir hlutaðeigandi.) 6:09 e.h. Ekki vera feiminn