bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


 
Archives
<< current

 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
31 desember 2005  
Tvöþúsundogfimm var gott ár, takk fyrir samveruna.

Tímamótaár myndi ég segja. Ég átti fjölmargar, yndislegar stundir með fjölskyldu og vinum. Við Bryndís og Stefán og flestir okkar nánustu ættingjar og vinir við ágæta heilsu. Það ber að þakka.
Á Sony geislaspilaranum mínum er hægt að ýta á high-peak takka og heyra hvar diskurinn rís hæst. Hér eru high-peak stundablik í mínu lífi 2005, samkvæmt vefdagbókinni:
janúar; kvef og heilsuleysi hjá fjölskyldunni, lítið annað merkilegt.
febrúar; keypti árskort í líkamsrækt og hef frá því lést um 15 kg. Hljómsveitin Reykjavík! fór í vel heppnaða tónleikaferð til Lundúna og Brighton.
mars; hlaup mín í ræktinni með hljómsveitina RASS í eyrunum það helst eftirminnilegasta. Svo var það náttúrulega Aldrei fór ég suður.
apríl; tók þátt í afmæli meistara Megasar, með því að halda litla veislu í Máli og menningu og spilaði á tónleikum honum til heiðurs.
maí; fór í skemmtilega vinnuferð til Eyjafjarðar, Kiddý vinkona átti dóttur, Bóas átti strák.
júní; vinir mínir glöddu mig eftirminnilega þann 04. júní, gekk að eiga Bryndísi á stórkostlegasta degi ársins í faðmi vina minna og fjölskyldu, varð þrítugur.
júlí; var í fríi á Ísafirði og fór í brúðkaup Smára Spekt og Sigríðar. Fór á tónleika með Antony and the Johnsons.
ágúst; spilaði á Innipúka, Krúttinu, fór vestur í brúðkaup Hála og Dóru. Stefán Bjartur átti afmæli daginn eftir það brullaup.
september; skemmtileg bókmenntahátíð, mikil og góð bókaútgáfa í kjölfarið, Paul Auster kom í heimsókn.
október; eyddum miklum tíma í stúdíóinu hjá Valgeiri við að taka upp fyrstu plötu Reykjavík!, spiluðum á Airwaves, fór í brúðkaupsferð til Berlínar.
nóvember; Fór á tónleika með White stripes og Sigurrós.
desember; Bryndís varð þrítug og við héldum skemmtilega veislu, fórum á jólahlaðborð og í leikhús. Jesús átti afmæli, héldum uppá það litla fjölskyldan saman ein, í Reykjavík ekki á Ísafirði. Það var notalegt.

Auðvitað gerðist margt fleira skemmtilegt. Þetta var helvíti fínt ár. Ég segi bara takk fyrir mig.
Áramótaheit? Jú, látum árið 2006 vera jafn eða meira skemmtilegt!

4:08 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.