This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
07 janúar 2006 Hæ, mamma og pabbi! Á þessari mynd má sjá frá vinstri; Stefán Bjart okkar sem er eitthvað efins með þetta stjörnuljós, liði betur með að halda á trommukjuða, Birnu Júlíu þeirra Steina og Sunnu, hún er að sjálfsögðu í vélstjóragalla af pabba sínum og það er engu líkara en hún sé að logsjóða. Lengst til hægri er Dagbjartur Óli Gunnars og Bjarnveigar en hann var hvergi banginn og lét sem hann væri að stjórna sinfóníuhljómsveit með sprotanum.
Nú má búast við að skrif mín taki á sig aðra mynd í framtíðinni, hið nær ómögulega hefur nefnilega gerst; mamma og pabbi eru komin með tölvu! Nú þarf ég að vanda orðavalið svo að mamma hringi ekki suður til mín og láti mig þrifa skoltinn með grænsápu. Annars er ég húrrandi stoltur af þeim gömlu, það er ekki vandalaust að læra inn á tölvurnar þegar maður hefur ekki komið nálægt þeim áður. Svo var það nú bara pabbi sjálfur sem ákvað að kaupa tölvu, mikilvægt að ekki sé verið að þvinga svona löguðu uppá fólk.
En blessaður margmiðlunarbúnaðurinn er ekki eina nýlega fjárfestingin hjá pabba. Nei, aldeilis ekki. Hann keypti sér húsbíl. Glæsilegan evrópskan húsbíl frá síðasta áratugi, með öllu tilheyrandi. Meira að segja gervihnattadiski. Hann kom heim í gær ásamt tveimur tengdasonum sínum á bílnum sem var á Akureyri, eftir að hafa komið upphaflega frá Danmörku með Norrænu. Ferðin frá Akureyri til Ísafjarðar gekk vel, en þeir þurftu að bakka bílnum upp ísilagða Steingrímsfjarðarheiðina vegna hversu þungur bíllinn var. Þetta er frábært. Pabba hefur langað að eignast svona bíl í tíu ár ef ekki lengur og loks ákvað hann að láta drauminn rætast. Með hjálp frá Birki bróður gekk allt upp. Svona á þetta að vera.
Þessar fjárfestingar pabba síðustu daga fær mann til að hugsa! Pabbi kominn á húsbíl og með tölvu. Getur verið að pabbi sé NJÓSNARI!?!
10:45 f.h. Ekki vera feiminn