This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
26 mars 2006 Nýtt líf! Fyrsta færsla mín á þessari síðu árið 2006 hljómaði einhvern veginn svona; 03 janúar 2006 Ég hef ákveðið að fara í framboð...nei, djók!Ég hefi ákveðið að koma sjálfum mér á óvart á árinu. Gera eitthvað sem ég myndi jafnan ekki gera. Ögra sjálfum mér. Allar hugmyndir vel þegnar.
Ögrunin kom í hús fyrir helgina. Nýtt líf hefst á morgun. Svona hljómar stjörnuspáin mín fyrir næstu viku; Krabbanum munu berast óvænt og skemmtileg tíðindi sem tengjast vinnu hans og frama eftir helgina. Nýtt starf eða stöðuhækkun er á næsta leiti þar sem hæfileikar krabbans fá notið sín til fulls.
Á morgun 27. mars á þessi síða afmæli. Þá eru liðin þrjú ár síðan ég byrjaði að blogga. Það allra glataðasta við þessa ástundun felst í sjálfu heitinu á athæfinu. Blogg. Það er ægilegt að segja og skrifa "blogg"! Það er eitthvað svo glatað. En ég held ótrauður áfram...