This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
27 júní 2006 Platan er komin til landsins....gölluð! Hljómsveitin Reykjavík! var mjög spennt í gær því þá var tekin úr kössunum hinn glæsilegi frumburður þeirra; Glacial landscapes, religion, oppression and alcohol. Ekki fór betur en svo að platan kom gölluð frá verksmiðjunni. Bæklingur eða textablaðið eins og það er oft kallað er vitlaust brotið saman. Það veldur því að forsíðan snýr alls ekki fram. Heldur eins og sést hér er mynd af sjálfum mér á kóverinu. Þetta er allsvakaleg kaldhæðni því ég var alls ekki ánægður með að þessi mynd skyldi vera í bæklingnum. Myndir af okkur öllum sem teknar voru eftir tónleika okkar á Airwaves prýða nefnilega bæklinginn. Og nú er þessi ferlega mynd af mér framan á öllu upplagi plötunnar. Þúsund andlit! Í dag lítur út fyrir að við þurfum að hittast saman með öll þúsund stykkin og nokkra kassa af bjór og byrja að rífa plastið utanaf og brjóta uppá textablaðið svo rétt sé. 12 tónar munu svo krefjast bóta fyrir þessi umslagsmistök en góðu fréttirnar eru að innihald plötunnar er betra en menn þorðu að vona!
9:53 f.h. Ekki vera feiminn