This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
12 júní 2006 Ástand á heimilinu! Það var nú kominn tími á þennan marblett. Rosalega var þetta ljótur marblettur. Hann er horfinn núna líkt og flestir hinir áverkarnir sem hlutust vegna mikillar spilamennsku og strákaláta hjá Reykjavík! í endaðan maí! Kjánalegasta sárið var tvímælalaust oná tánni sem er í miðjunni (löngu tangartá..?) á hægri fæti en sparkari trommarans í Foghorns var svo léttur að hann kom til baka með góðu afli. Við tók sumarfrí hljómsveitarinnar og mun hún koma aftur saman einu sinni í júlí og svo að fullu afli í ágústmánuði, m.a. á Innipúkanum, hátíðinni sem við í hljómsveit Dr.Gunna störtuðum og svo á útgáfutónleikum. Stóra platan okkar fer að líta dagsins ljós, hún er væntanleg til landsins í vikunni. Hún heitir Glacial landscapes, religion, oppression and alcohol!
Júnímánuður hefur alls ekki verið skemmtilegur. Líkt og með veðrið hefur ástandið á heimilinu verið leiðinlegt. Bryndís veiktist í endaðan maí og hefur legið á sjúkrahúsi frá fimmtudeginum 01. júní. Lyf sem hún hefur þurft að taka virkuðu allt í einu ekki sem skyldi og þurfti hún því að leggjast inn. Við Stefán höfum reynt eftir fremsta megni að standa okkur í rekstri heimilisins en saknað framkvæmdastjórans einkar mikið. En það er allt á uppleið og við eygjum von um að hún komi heim innan tíðar. Vonandi fer þá að vora hjá okkur öllum...!
9:55 e.h. Ekki vera feiminn