This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
30 desember 2006 Miðnes á Stuðeyri! Fyrir nokkrum árum hélt ég á gamlárskveldi með gin, tónik og fullan poka af ískurli til Suðureyrar. Tilefnið var vissulega áramótagleði og ball með hljómsveitinni Miðnes. Þar var drukkið ótæpilega af einum besta drykk í heimi; hanastélinu Miðnes. Mig minnir að pabbi hafi skutlað mér yfir en rétt áður en við lögðum af stað uppgötvaði ég að ég hafði gleymt aðalatriðinu, nefnilega undirstöðu drykkjarins ískurlinu. Pabbi dó ekki ráðalaus frekar en fyrri daginn og keyrði niður í Básafell og þar stóðum við í sparifötunum í ískarinu, rétt eftir miðnætti og mokuðum ís í svartan ruslapoka.
Núna í gær barst mér ásamt þremur öðrum stuðpöntun frá Stuðeyri og við höfum allir svarað kallinu. Það verður því ball í félagsheimilinu á Stuðeyri á gamlárskvöld. Hljómsveitin sem mun spilla fyrir dansi verður skipuð Venna á bassa, Rúnari Karls á gítar, Kriss á trommum og Kalla Hallgríms á gítara og mandólín. Þessir drengir eiga það sameiginlegt að hafa allir einhvern tímann verið í hljómsveitinni Miðnes en aldrei á sama tíma. Þeir hafa jafnvel aldrei verið á sama stað á sama tíma áður. Mjög svo örugglega mun einhver verða með Miðnes um hönd og gott ef ekki bandið muni koma fram undir heitinu... Hin Nýja Lýðræðislega Miðnes (HNLM).
Hér fylgir uppskrift að drykknum góða og með hann um hönd í félagsheimilinu á Suðureyri annað kvöld er það uppskrift af æpandi stuði....ef þið eruð í stuði! Tvöfaldur gin frá Bombay ískurl dassi af tónik (með Kínín) meira af ískurli sítrónubörkur aðeins meira af ískurli Drykknum er blandað í vískíglas. Glasið er í byrjun fyllt af ískurli (ekki molum), síðan settur tvöfaldur af gini yfir, bæta má ískurli við, sett er þá dassi af tóniki, gott er að bæta þá við ögn af ískurli og loks eina til tvær lengjur af sítrónuberki. Drekkist kalt!
6:27 e.h. Ekki vera feiminn