bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


 
Archives
<< current

 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
25 mars 2007  
Reykjavík! does America (Part I).

Það var sunnudaginn 11.mars (three-eleven) sem við drengir í hljómsveitinni Reykjavík! lögðum af stað til Bandaríkjanna. Við flugum til New York þar sem við áttum að spila á frægum pöbb á Manhattan en aðallega var þó ferðinni heitið til Austin í Texasfylki þar sem við ætluðum að taka þátt í tónlistarhátíðinni South by southwest. Það var gífurlega spennandi ferðalag framundan, ekki síst fyrir mig þar sem ég hafði aldrei komið til USA áður. Mér hefur alltaf fundist allt svo skelfilega útópískt það sem snertir USA. Kannski af því að maður hefur allan sinn sannleika frá öllum trúðunum í Hollywood og trúðnum í Hvíta húsinu ..(og reyndar líka frægum slagara Hála Slick um USA). Mér tókst ekki einu sinni að verða almennilega stressaður fyrir þetta allt saman því álagið var frekar mikið í vinnunni vikuna fyrir, m.a. var ég veislustjóri á Árshátíð Pennans daginn fyrir brottför. Með okkur í ferð var vinur okkar og félagi, undrabarnið Árni í Hairdoctor og FM Belfast svo eitthvað sé nefnt.

Ferðin tók á sjötta tíma. Hún var í alla staði mjög ánægjuleg, mikil gleði í mannskapnum, nokkrir bjórar í mallanum og James Bond í tækinu. Við komum til New York rétt fyrir kvöldmatarleyti, bjuggumst allir við að einhver vandræði yrðu að komast inn í landið. Þær áhyggjur voru óþarfar. Einu spurningarnar sem ég fékk var um brennivín.” Oh, you´re from Iceland! You do drink a lot there, what do you people drink over there?”. Leiðinlegt að ég skuli ekki hafa haft íslenskt brennivín fyrir þennan forvitna vörð. Nei, annars. Þá hefðu vandræðin hafist fyrir alvöru. Haukur hafði reddað okkur öllum gistingu hjá vinum ljósmyndarans Juliu Staples, við gistum á tveimur stöðum í Brooklyn. Haukur, Bóas og Valdi gistu hjá Nick sem er mjög vinalegur náungi og við Gummi gistum í pólska hverfinu í Greenpoint. Þar á æskuvinkona Juliu heima, Gaia en hún er grafískur hönnuður og vinnur sem myndskreytir. Einnig býr þar herbergisfélagi hennar Miles og kettirnir hennar tveir. Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir á þessum tveimur stöðum fórum við á Pete´s coffe shop og fengum okkur samlokur og drykki. Við vorum alveg búnir á því um kl. 02.00, enda klukkan orðin um 06.00 heima í Reykjavík.


Á mánudeginum var ætlunin að koma okkur niðrá Manhattan snemma og kíkja í hljóðfærabúðir. Um kvöldið áttum við svo að spila á barnum Pianos við Ludlow. Við héldum af stað í lest beint niður á Union square. Þar sem við vorum með öll hljóðfærin með okkur var ekki hægt að labba mikið í einu. Þess vegna var brugðið á það ráð að stoppa reglulega á pöbbum og fá okkur hressingu. Við eyddum svo mestum hluta dagsins í Guitar center og sáum margt skemmtilegt. Ég ætlaði mér að kaupa sneriltrommu en þar sem mér fannst ég vera að angra afgreiðslumanninn mikið með nokkrum spurningum ákvað ég bara að sleppa því. Við vorum svo komnir á Pianos rétt fyrir kvöldmat, fórum í sándtékk og borðuðum rífandi góða kjúklingavængi. Tónleikarnir höfðu greinilega verið kynntir að einhverju leyti því töluverður fjöldi var mættur og mikil stemning á staðnum. 3-4 önnur bönd voru á dagskrá, ég man ekkert hvað þau hétu en við vorum allavega sammála að við hefðum verið langsamlega bestir. Allt annað var rusl. Hér er allavega dómur um þessa tónleika okkar, ekki amalegt!


Daginn eftir áttum við flug til Texas með millilendingu í Chicago. Við keyptum allt flugið til og frá Texas á netinu. Það var mun ódýrara að kaupa flug með einu stoppi. Það skal viðurkennast að við vorum heldur stressaðir fyrir þessu ferðalagi fram og til baka, ekki síst vegna þess að ekki hafði verið tekið út af kortinu okkar fyrir fluginu og okkur þótti allt mjög vafasamt. Þegar á völlinn var komið tók starfsfólkið vel á móti okkur, við fengum allir miða, gátum tékkað allan farangurinn okkar í vélina og allt gekk eins og í sögu. “Þetta var allt svo geðveikt einfalt, vúúúííí..” sagði Haukur Magnússon einmitt á þessu augnabliki. Rétt eftir þetta hófust hrakfarirnar sem áttu eftir að setja strik á allt ferðalagið. Þessi vél fór aldrei af stað, eftir þriggja tíma bið var tilkynnt um vélarbilun. Við hlupum að afgreiðsluborðinu og þar virtist lítið vera í boði. Við sögðumst að sjálfsögðu vera rándýrir skemmtikraftar sem væru pantaðir í Texas. Á tímabili var eina leiðin að fljúga til Dallas og keyra þaðan um nóttina til Austin. Okkur fannst það frábær hugmynd...um stund. En það var kannski bara bjórinn að tala. Afgreiðslumanninum tókst að troða okkur með öðru flugfélagi til Chicago næsta morgun og þaðan til Austin og fengum við nótt á hóteli vegna þessara óþæginda. Það var svo sem ágætt, þar náðum við að slappa af , borða góðan mat og hlæja af þessu öllu saman. Grunlausir um hvað beið okkar...! (framhald fljótlega í þessari viku)

9:47 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.