bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
08 júlí 2007  
Últramegateknóbarnið Stefán!
Hann Stefán Bjartur fór vestur á Ísafjörð fyrir helgina, gistir hjá ömmu og afa í Kjarrholtinu og heimsækir að sjálfsögðu afa og ömmu á Túngötunni líka. Hann vill hvergi annars staðar vera en á Ísafirði því þar gerast ævintýrin. Hann er búinn að slá garðinn, veiða fisk, fara í sólbað, spila golf auk þess að fara í vinnuferð á Valseyri. Á Valseyri er verið að gera fínt, alltaf verið að ditta að en þar mun fara fram skírn í enda mánaðarins. Við skiljum Stefán svo sem að vilja fara vestur, við reynum að nota hvert tækifæri sem gefst að fara "heim". Eitthvað segir okkur þó að sú staðreynd að hann á tvær ömmur og tvo afa sem eru tilbúin að gera ýmislegt fyrir hann, eiga íspinna í ísskápnum og kannski Cocoa puffs í einum eldhússkápnum hafi eitthvað með þetta að gera.


Stefán er ekkert endilega mikill Rolling Stones maður þó hann sé með Brian Jones hárgreiðslu en hann er mikill aðdáandi Benna Hemm Hemm og syngur lagið hans "Ég á bát og ég á árar" hástöfum í hvívetna. Eins og ég greindi frá á dögunum þá tók ég upp söng hans á laginu á símann minn og sendi Benna það. Honum líkaði það svo vel og vildi endilega fá að nota það í einhverju. Ég fann loks þessa upptöku á netinu og hún er í kynningarspjalli þar sem Benni er að kynna plötuna sína. Undir það síðasta í kynningunni má heyra íðilfagran söng stráksins. Þið getið vitaskuld hlustað á alla kynninguna eða þá fært örina þegar u.þ.b. einn centimetri er eftir þar sem framlag Stefbjarts er. Hér er þetta.

10:00 e.h. Ekki vera feiminn

04 júlí 2007  
Sólarsamba
Mikið er nú sumarið yndislegt. Í hófi þó. Maður er fljótur á sér að bölva hitanum þó svo að svona dagar séu ekki margir hér á landi. Það er samt eitt með sumarið í Reykjavík, það er þessi vindstrengur alltaf hreint. Þegar ég held til vinnu á morgnana freistast ég til að fara á hjólinu og svo þegar komið er á Kringlumýrarbrautina kemur þetta hávaðarok. Maður kemur nær dauða en lífi í vinnuna. Svo bregst það nú ekki að auðvitað hefur vindurinn náð á snúa sér á meðan ég er í vinnunni og ég hái erfiða baráttu á leiðinni heim líka. Sumarið er tíminn, engu að síður, líkt og skáldið sagði. Við Bryndís og krakkarnir ætlum í bústað nokkra daga í júlí, ætlum svo vestur á Ísafjörð og munum skíra dóttur okkar í endaðan júlí.

Við Stefán fórum með Gunnari og Dagbjarti í leyniferð, ætluðum okkur að vaða í ánni við Helgufoss. Stórkostlegur staður í Mosfellsdal með þessum fallega fossi og "rúnksteininum" svokallaða þar sem Laxness átti sínar einkastundir "í túninu heima". Við strákarnir þurftum reyndar frá að hverfa vegna illgrýtis með sára fætur og fórum því bara í sund á Seltjarnarnesi. Þar sátum við Gunnar ásamt Úlfi Eldjárn og dáðumst að strákunum okkar í vatnsrennibrautinni. Við komumst að því að það er fjöldinn allur af leynistöðum um landið sem er haldið frá ferðamannaiðnaðinum. Sem er mjög gott. Myndin er af ekki af "Den lille havfrue" heldur af Stefbjarti við fyrrnefndan foss.

Hin myndin var tekin síðasta laugardag í Úthlíð í Biskupstungum. Félagi minn Karl Hallgrímsson frá Bolungarvík fékk mig til að tromma með sér og Hilmari Erni Agnarssyni í brúðkaupsveislu í sveitinni. Það var einstaklega gaman og hver dægurperlan eftir annari steinlá eftir meðferð tríósins. Það er mjög gaman að spila með Kalla enda kann hann þetta allt og er mjög fagmannlegur, ekki var nú síðra að hafa Hilmar Örn innanborðs. Hilmar er organisti í Skálholti og fyrrum Þeysari, þ.e. hann var bassaleikari í hljómsveitinni Þey-r. Hljómsveitinni Reykjavík! hefur oftar en einu sinni verið líkt við Þeysara, sem er nú ekki leiðinlegt. Meðal annars fullyrti gagnrýnandi Morgunblaðsins að eitt lagið á plötunni okkar væri endurgerð á laginu "Killer boogie" með Þeysurum.

Reykjavík! er annars loks búin að koma sér fyrir í nýju æfingarhúsnæði í miðbænum með öðlingunum Borkó og Árna plúseinum. Við munum spila á Sirkus á laugardagskvöldið, vonandi í garðinum.

7:50 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.