bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


 
Archives
<< current

 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
17 janúar 2008  
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og þakka ykkur fyrir það liðna.
Við fjölskyldan eyddum jólum og áramótum fyrir vestan í sælunni. Það var yndislegt eins og alltaf. Við vorum snemma í því þetta árið og flugum þann 20. desember, ég fékk nefnilega leyfi til þess að vinna vinnuna mína í Bókhlöðunni. Þar vann ég á annari hæð hússins í þjónustuverinu sem við hjá Eymundsson settum upp núna í haust og svo tók ég smá törn niðrí búðinni. Það var virkilega gaman að afgreiða í jólabókunum og hitta sveitungana.

Það var mikil stemning og gott hljóð fannst mér í mönnum, allavega kaupmönnum. Ég fór á verslunarferð um eyrina og þurfti m.a. að kaupa á mig nærfatnað. Leiðin lá í Hafnarbúðina. Þar mætti mér maður sem ég þekki ekki en hann var einkar hress. Innan um sjóklæðin, veiðivörur og reiðhjól mátti finna þessi fínu JBS nærbuxur. Þessi afgreiðslumaður vildi ólmur aðstoða mig með þetta. Ég greip nú bara einhvern pakka í minni stærð og ætlaði að fara að afgreiðsluborðinu þegar maðurinn hóf að flytja framúrskarandi söluræðu, hafði greinilega kynnt sér vöruna mjög vel því hann var afar sannfærandi. Hann taldi einn besta kostinn vera að það væri rosa gott pláss fyrir "kvikindið"! Selt.

Fréttamaður BB sendi á mig nokkrar spurningar rétt fyrir jól sem birtust í jólablaðinu þann 20. des. Datt í hug að birta það hér:

Hvað finnst þér einkenna góð jól?
Síðustu ár hafa jólin einkennst af miklu vinnuálagi í kringum jólabækurnar, álagið og erillinn stigmagnast og nær þá hámarki á Þorláksmessu. Þá hef ég komið heim eftir miðnætti, örmagna af þreytu leggst ég þá á koddann og slefa. Morguninn eftir dregur konan mín mig út á flugvöll þar sem við fljúgum vestur á Ísafjörð. Um leið og hjólin á Fokker 50 vélinni snerta völlinn á Ísafirði, þá eru komin jól. Hjartslátturinn hægist sem um munar, stressið skilur maður eftir fyrir sunnan og í minningunni er alltaf algjört logn í Skutulsfirðinum og kafald sem dettur niður í slow motion.
Hvernig væru hin fullkomnu jól í þínum huga?
Jólin snúast algjörlega um það að eyða tíma með fjölskyldunni og ástvinum. Fullkomin jól fyrir mér væru þá jól þar sem allir fjölskyldumeðlimir, tengdafjölskylda, vinir og ættingjar væru samankomnir á einum stað.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?
Þær eru margar eftirminnilegar, t.d. er Bryndís konan mín uppátækjasöm og hittir oft naglann á höfuðið. Síðustu jól lá fyrir að ég væri að fara í margar ferðir til útlanda á þessu ári sem er nú að líða með hljómsveitinni minni. Bryndís gaf mér alhliða "survival-kit" tösku með öllum hugsanlegum hlutum til að koma í veg fyrir skakkaföll, þar var m.a. verkjalyf, nál og tvinni, orkuvökvi unninn úr þara, plástur, frískandi blautþurrkur og margt fleira. Þetta kom sér mjög vel fyrir mig og vini mína í hljómsveitinni Reykjavík! Fyrir mörgum árum síðan vildi maður sem tengdist fjölskyldunni gefa mér gjöf sem átti að stuðla að tónlistarlegu uppeldi mínu, hann gerði það og gaf mér Best of Jimi Hendrix. Sömu jól gaf Unnar frændi minn mér plötuna Back in black með AC/DC. Þetta er ein eftirminnilegasta gjöfin og ég verð ævinlega þakklátur Unnari fyrir sinn þátt í tónlistaruppeldi mínu. Ég hef aldrei fílað Hendrix.

Hvað langar þig helst í jólagjöf?
Kannski bara þessi fullkomnu jól sem ég nefndi áðan! En þar fyrir utan væri ég til í að lesa bókina hans Jóns Kalman (ég fæ aldrei bækur í jólagjöf), kannski fallega peysu, plötuna með Mugison og...og hlutabréf í Mugison, kannski smá hlutabréf í FL group, gullhúðaðan Range Rover jeppa, einkaþotu og þakíbúð í New York. Eða bara kerti og spil.
Hvað er algjörlega ómissandi um jólin?
Í mínum huga eru varla jól nema að ég standi um kl.19.00 í Hnífsdalskapellu og syngi Heims um ból með mömmu og pabba. Svo er það óhugsandi að fá ekki súkkulaði (ekki kakó), súkkulaðibitakökur og randalínu hjá mömmu. Randalínan er hvít, græn og rauð og tryggir gleðileg jól.

Þetta var annars rosalega viðburðaríkt ár hjá mér og minni fjölskyldu. Það mætti líka segja að þetta hafi verið viðburðaríkt "hár" hjá mér. Það fór nefnilega að bera á furðulegheitum á hausnum á mér síðasta vor. Ég greindist svo með einhvern sjúkdóm sem er reyndar ekki sjúkdómur, það lýsir sér þannig að ónæmiskerfið heldur að hársekkirnir séu einhver óværa og ráðast á þá. Það skilar sér í hárlausum blettum.

Árið var nú samt langt í frá því að vera leiðinlegt. Skemmtilegustu tíðindi ársins hljóta að vera þau að hún Fríða litla kom í heiminn. Hún kom þann 31. maí og hún var skírð í Valhöll á Valseyri í Dýrafirði þann 28. júlí. Fríða Katrín er skírð eftir ömmu minni sem hét María Sveinfríður og var kölluð Fríða. Elsta systir mín heitir líka María Sveinfríður. Við fórum líka í sumarbústað í júlí að Minniborgum í Grímsnesi og fengum marga gesti, m.a. mömmu og pabba sem komu á húsbílnum. Það var virkilega gaman. Einnig var mjög eftirminnilegt þegar við Stefán sigldum til Grunnavíkur með góðum vinum, Bryndís útskrifaðist úr háskóla og Kiddý og Tóti giftu sig og héldu frábæra veislu. Annars fór árið mikið í ferðalög með hljómsveitinni. Við fórum tvisvar til Hollands, tvisvar til Frakklands, Noregs, Bandaríkjanna, Þýskalands, Finnlands, Eistlands, Kanada og Belgíu. Margt annað skemmtilegt gerðist á árinu en kannski bara óþarfi að telja það upp og taka bara vel á móti nýja árinu.

Að þeim orðum töluðum langar mig að óska Davíð Oddssyni til hamingju með daginn. Hlakka til að fylgjast með öllum fínu stýrivöxtunum hans á árinu.

11:16 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.