bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


 
Archives
<< current

 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
25 júní 2008  
Hann átti afmæli í gær, tralla lalla la læ...
Já, mér tókst að verða árinu eldri í gær. Ekki slæmur árangur það á þessum síðustu og verstu tímum. Heimsendaspár í hverjum fréttatíma, ísbirnir éta okkur lifandi, íslenska krónan étur okkur lifandi, fólk urðar hundana sína og þarf að minnka jeppana og flatskjána.

Ég átti fínan dag svo sem; hætti aðeins fyrr í vinnunni en ella, Bryndís bakaði köku fyrir okkur, ég fékk voða fínan jakka, miða á knattspyrnuleik og rakspíra, og svo pizzuveislu í kvöldmatnum. Síðan fór ég á fótboltaleik á Laugardalsvelli. Já, það mætti segja að ég hafi komið út úr skápnum sem mikill áhangandi íslensks knattspyrnuliðs þennan dag. Ég hef hingað til haldið því fyrir sjálfan mig, eða allt að því. Ég hef haldið með liðinu í meira en tvo áratugi en í gær keypti ég mér trefil!

Ætli það sé ekki best að ég kroti bara aðra færslu til um knattspyrnufélagið og leikinn sem ég fór á. Ég fékk sigurleik í afmælisgjöf en fyrir utan það stendur upp úr sú staðreynd að ég fór með honum Jóni Þór (sem er ekki sá líklegasti að sitja uppí stúku á fótboltaleik) og við öskruðum okkur hása. Svo var það þannig að við sáum mjög þybbinn mann (hann var reyndar eins og búrhvalur að vexti) í stúkunni, með aðra höndina oní jogging buxunum og kroppaði úr naflanum (að okkur sýndist)á sér til áts! Ég skrifa meira þegar ég er búinn að jafna mig á þessu.
Ég þakka þeim sem sendu mér afmæliskveðjur!


12:16 f.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.