This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
29 mars 2003
Góðan dag,
eftir að mér tókst að komast inní frosinn fjölskyldubílinn, gátum við byrjað daginn á ungbarnasundi í árbæ. Það var fínt, svo hefur dagurinn liðið hjá án þess að ég hafi endilega tekið eftir honum. Ég borðaði jú harðfisk og öskraði á tvo lítið uppalda krakka sem sprengdu sprengjur í garðinum. Umhverfið er stöðugt að minna mig á stríðið ömulega í Írak, höggbor við hliðina á vinnunni minnir á hríðskotabyssur og tveir dvergar berjast við snjóinn með sprengingum í garðinum. Lífið er náttúrulega ömulegt.
En í kvöld mun ég borða kjúkling með fjölskyldunni; hinum fallega sjö mánaða syni og sætu konu minni. Lífið er náttúrulega dásamlegt...
5:49 e.h. Ekki vera feiminn