This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
18 apríl 2003 Föstudagurinn lángi..djísus kræst,hvað þetta er langur dagur! Skrýtið hvað allt er langdregið í dag. Ég horfði á gamlan Frasierþátt og hann var í ca. klukkutíma. Mér finnst soldið sorglegt að RÚV geti ekki endursýnt gamla þætti, það er besta mál að endursýna þætti svona sem uppfyllingarefni, en þeir endursýna alltaf þáttinn frá deginum áður. Hvar er Staupasteinn, Tommi og Jenni og Prúðuleikararnir?
Elísa systir Bryndísar er komin í stutta heimsókn frá Svíþjóð, en hún kom öllum að óvörum og heldur gleðilega páska með tengda-fjölskyldu minni fyrir norðan, í botni Skutulsfjarðar. Ég hef bætt við í linkasafnið hér fyrir neðan elízu, pallafrænda sem er kærasti elízu og jóhönnu sem er þriðja systirin. Bryndís, þú verður að fara að búa til síðu!
Annars eru margir vina okkar sem dvelja á Ísafirði um páskana, fólk á náttúrulega miklu frekar að fara þangað heldur en til Akureyrar. Akureyri er bara Bolungarvík í Large. Það væri nú gaman ef fólk myndi taka að sér að skrifa pistil að vestan, jafnvel í Mjúkinskinnu.