This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
02 apríl 2003
Nú er dagur að kvöldi kominn, hann hefur einkennst af miklum frávikum frá vinnu, ýmsir fundir, árshátíðargrín, hljómsveitastúss og almennt kæruleysi.
Nú hef ég komið fyrir nokkrum linkum hér fyrir neðan, nokkuð tilviljanakenndir en ég kannast samt við þessa menn. Fleiri eru á leiðinni, eins og til dæmis vinir okkar Bryndísar (sem er hin títtnefnda sæta konan mín);de Vidos fjölskyldan en þau eru ansi hress og þá sérstaklega Ómar Smári sem er vafalaust fyrirmynd mín í blogginu. Síðan hans er til háborinnar fyrirmyndar.
- já heyrðu Berglind, þessi spassasvipur sem þú sást í bílnum í morgun stafaði ekki af morgunþreytu, heldur af útvarpsþættinum Zombie á
X-inu. Svo bið ég að heilsa Sigga Vídó, góða ferð og ekki taka mark af bullinu sem ég skrifa um Davíð Oddsson hér á síðunni...
Ég ætla að fá mér ís í lok erfiðs dags..kjörís, þú átt það alltaf skilið!
Næsta skref er tvímælaust gestabók, en þá getur bókahomminn skrifað eitthvað hressandi, mér til uppbyggingar..
11:05 e.h. Ekki vera feiminn