This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
13 apríl 2003
Nú er helgin á enda. Flatusinn lifir, hann fæddist um helgina. Nú á bara eftir að klæða hann almennilega. Foreldrar mínir komnir suður í kaupstað, náðu að klóra sig uppúr fannferginu og öllum snjóflóðunum vestur á fjörðum. Þau komu færandi hendi, gáfu okkur fullan poka af ilmandi vestfirskum harðfiski sem ég tók að sjálfsögðu með mér í stúdíóið í dag. Þegar platan kemur loks út getið þið rýnt í trommurnar og heyrt að það er líkt að ég sé að berja harðfisk í nokkrum lögum. Það verður sérstök lykt sem mætir stúdíóeigendum þegar þeir mæta til vinnu á morgun.
Annars hlakka ég til að fara í hádegismat á Lóuhreiðri á morgun, eftir nokkurt hlé. Ég mæli hiklaust með þeim stað, þar færðu almennilegan mat, þetta er ekki staður fyrir aumingja. Mér grunar að það sé steikt ýsa í raspi á morgun..
Ég man á æskuárum hvernig ég gat ekki fengið skilið að ýsusoðningin væri alltaf á mánudögum, fastur liður eins og venjulega, en eini vikudagurinn sem ekki fékkst nýtt rúgbrauð var einmitt mánudagur. Þetta hefur væntanlega ekki bara verið svona á mínu heimili..? Guðmundur Andri Thorsson sagði eitt sinn að soðin ýsa bragðaðist eins og blaut gólftuska... hver eldar á hans heimili!
11:09 e.h. Ekki vera feiminn