This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
19 apríl 2003
Pína kriss!
Í gær upplifði ég mestu kvöl og pínu síðustu tvöþúsund ára. Þetta var rosalega leiðinlegur dagur og ég tók eftir því síðdegis hvað ég sjálfur var óþolandi leiðinlegur. Eftir að ég var búinn að reiðast við Stefán son minn, fyrir að borða ekki grautinn, og öskra eitthvað leiðinlegt á konu mína að ástæðulausu, fór ég út með sofandi son minn meðferðis. Ég labbaði eitthvert og var kominn á Laugaveg þegar ég tók eftir því í tómum búðarglugga hvað ég var hræðilega ljótur með skelfingar-fýlusvip. Eftir tveggja tíma göngu hafði ég róast töluvert, og hlakkaði til að borða hangikjötið sem Bryndís var að laga. Þegar ég kom heim tókum við eftir því að hangikjötið var búið að dúsa í pottinum undir engri suðu. Gasið var búið. Tók þá við örvænting og vonleysi um nokkra hríð en svo hrissti konan mín af sér slenið og setti kjötið í ofninn ásamt nokkrum kartöflum. Þetta borðuðum við svo með bestu lyst og skreyttum diskinn með gulum og grænum baunum. Um kvöldum áttum/átum við nammi.
Eftir andlegar hrakfarir gærdagsins ákváðu konan mín og sonur að yfirgefa mig og keyrðu á brott til Ísafjarðar.. með mömmu minni og pabba. Neinei, það er ekkert vesen, ég ákvað að leyfa þeim að fara vestur að því fjölskyldan er öll þar, Elísa systir og svona.. Ég bara einn heima og veit ekkert hvað ég á að gera, vonast til að heyra í Steina sleggju og frú. Það hlýtur að koma eitthvað gott úr því. Ég ætla alla vega ekki að vera leiðinlegur.