This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
27 apríl 2003 Reykjavík National Park Ég hafði ekki tíma í að vera þunnur í dag eftir kiddýogtóta-partýið í gær. Elísa systir gisti hjá okkur í nótt og fór í morgun með Flugleiðum til Kaupmannahafnar, þaðan sem hún tekur lest til Lundar í Svíaþjóð. En annars var partýið fínt, snakk, bjór og vafasöm nælumerki í boði. Einnig var boðið uppá óvæntan leynigest; hinn bítilhærði Bjarni Valdimars var þarna kominn inn á gólf sjóðheitur frá Austurríki. Mörgum var brugðið en öllum þó skemmt við þessa sjón, það er helst að húsfreyjunni Kiddý hafi brugðið en henni var keyrt rakleiðis á slysó þar sem gætt var að bólgum í vinstra auga.
Ég og S.Bjartur fórum í hressandi göngutúr niðrí bæ, stoppuðum á Súfistanum þar sem ég fékk mér froðukaffi í útibolla, ekki voru til hefðbundnir bollar, heldur fékk ég í staðinn sjeikdollu. Mér fannst ég vera soldið sjoppulegur á labbinu, en samt er það nú frekar listahommalegt að sjá fólk labbandi með kaffibolla úti á götu. Það er þó betra að fá kaffið í sjeikdollu en meikdollu..hahaha.
Við héldum göngunni áfram og komum við niðrá tjörn. Þar var fólk í óða önn að kynna fyrir börnum sínum hvernig fuglar haga sér í ætisleit sinni á tjörninni. Þar voru brauðfylltir svanir, hettumávar bryðjandi poppkorn og á gangstéttinni við tjarnarbakkann voru nokkrar sísvangar endur, töltandi í skítnum úr sjálfum sér, að kroppa í tyggigúmmí.
Við röltum svo heim á leið í gegnum rústir miðbæjarins og hittum þar fyrir þá félaga bókahommann og jómba vin hans en þeir voru á leiðinni á gayljósmyndastofu til Oddvars, þar sem hann klippir og límir saman lokaverkefni sitt í skólanum. Fjalar og Jómbi fengu lítið kurteisisbros í gegnum snuddufarið hjá Stefáni.
Frægikarldagsins: Heiðar í Botnleðju, en hann hann var einmitt á rölti í Reykjavík National Park, þ.e.a.s. við tjörnina með fremur stólpaðan krakka. Við kinkuðum kolli hvor til annars og okkur datt örugglega báðum í hug að við héldum hvorn annan vera helgarpabba, en Bryndís var náttúrulega heima að sauma utan um kosningarmaskínu vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
11:01 e.h. Ekki vera feiminn