This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
23 apríl 2003 Síðustu vetrarhörkur. Eftir nokkurt hlé var upptökum haldið áfram á Flatusi í dag. Gunnar og Gummi kíktu á Bibba í Stúdíó Rusl og þegar hefur Gunnar lokið við einhvern rytmagítar í nokkrum lögum. Þetta kemur allt saman. Þið sýnið stillingu.
Bryndís mín og Stefán Bjartur komu með Flugfélagi Íslands í morgun frá Ísafirði, flugið tók 40 mínútur og flogið var í rúmlega 17000 fetum. Flugþjónn í þessarri ferð var Draupnir...hann var ekki í sokkabuxum. Ég er rosalega feginn að þau séu komin, þetta voru geysierfiðir dagar og mikið reiðuleysi.
Stórkostlega furðuleg kona kom í Bókabúð Máls og menningar í dag, hún spurði hvort bækur væru ekki nær ókeypis í dag því það væri nú dagur bókarinnar. Hún galaði yfir öðrum viðskiptavinum svo mikil hræðsla greip um sig, sagði að sér væri svo heitt og væri þreytt í upphandleggjunum. Að lokum keypti hún bók fyrir bróður sinn (ég segi ekki hvaða bók hún keypti, né hvort hún fékk heimild á kortið sitt, fólk verður að geta treyst okkur í BMM), bað svo um soðið vatn með pillunum sínum, sem hún að sjálfsögðu fékk og fékk á endanum mikinn kíghósta en hún var greinilega sárþjáð af astma. Við sendum hana í burtu með Bæjarleiðum.
Við borðuðum svo spikfeitt sorpfæði í kvöldmatnum ásamt Herra og Frú Sleggju og Jóni og Gvendi, bændum frá Lambastað á Nesi. Jón sem er einn fræknasti smali hér á landi á, var í fantastuði og reitti af sér brandarana, sem við hlógum kurteisislega að.
Frægikalldagsins: Helgi Þorgils Friðjónsson sem var fimmtugur um daginn...vísvitandi!
10:17 e.h. Ekki vera feiminn