This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
13 maí 2003 Ég er kominn á kreik á ný.. Jæja, djöfull er maður nú hress svona þegar kosningaviðbjóðnum er lokið. Sumarið að koma. Í óðaönn er verið að óverdöbba Flatusinn í stúdíóinu hjá Bibba. Snilldarverk í sjónmáli, þar sem allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Snakk fyrir pakk.
Svo er ég nú, í hliðarspori, að spila með nokkrum stúlkum, þ.e. hljómsveitinni Homebreakers, en við spilum finnska tangótónlist ásamt vel völdum perlum úr smiðju amerískrar sveitatónlistar. Með mér í bandinu eru; Elín Hrund bassaleikari sem er í læri hjá Guðna Finnssyni, Ólöf Sigríður söngkona sem fer stundum til Ítalíu að heimsækja Kristján Jóhannsson, Olga Bergmann hljómborðsleikari sem kallar sig oft Dr.B og Riina Eldon gítarleikari sem er gift Ara Eldon fyrrum Blessverja. Þetta er voðaskemmtilegt band sem mun einmitt skemmta í 12 Tónum aðra helgi. Ég mun minna ykkur á það.
Fréttamaður á Rúv sagði í kvöldfréttum að kosningaauglýsingarnar skyggðu ekki lengur á Esjuna. Sem minnir mig enn og aftur á það hversu þessi Esja er fokking ofmetið fjall. Hvað er að Reykvíkingum? Hafa þeir ekki séð fjöll? Sjálfur var ég heillengi að fatta að litla fellið þarna hinumegin væri blessuð Esjan. Búlandstindur, Kirkjufell og Kubbi, eru fjöll með karakter. Mér finnst Esjan ekki sjúkleg, mér finnst hún púkaleg.
Hlakka til að fá skattalækkun og alla velmegunina í boði X-D og X-B, en fyrst verða þeir nú að fá smá kauphækkun....já, það er búið að koma því lög. Það var laglegt. (þetta kjósið þið yfir ykkur án þess að hugsa)
Frægikarldagsins: Halldóra Geirharðsdóttir, kom í búðina í dag og er ólétt (eins og Sunna, Bjarnveig, Riina og Sigrún María), ég sat eitt sinn á kaffihúsi ásamt dóru wonder og sameiginlegum vinum okkar, hún var nýkomin af námskeiði hjá Paul Welsh, og þagði mjög mikið og brosti bara, síðan á leiðinni út sagði hún við mig að ég væri mjög sérstakur...?? Segir hver!
11:07 e.h. Ekki vera feiminn