This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
16 maí 2003 Nýtt! Frægi karlinn í bundnu máli..! Það er lítið um að vera um helgina. Ég er að hugsa um að verja henni í að horfa á Guðföðurinn. Annars er ég að fara að vinna í bókabúðinni á morgun.
Djöfull, hvað ég hata helvítis stuðmannalagið "með allt á hreinu". Hvað ætla JFM hafi dílað við Íslandsbanka um margar kúlur fyrir lagið í auglýsingar? Ég hef ákveðið að gefa þeim einn mánuð til að henda þessu lagi í ruslið annars færi ég öll mín viðskipti til Björgólfs!
Frægikarldagsins: Í dag kom í búðina Vala Matt hló hún dátt allan tímann
en ekki af okkur, ég hef fyrir satt
því hún var bara að tala í símann
10:10 e.h. Ekki vera feiminn