bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


 
Archives
<< current

 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
23 september 2003  
Kæra dagbók!
Haustið er komið og kuldaboli líka. Hvert fer kuldaboli á sumrin? Um daginn þurftum við að byrja á því að skafa af bílnum áður en við lögðum af stað í vinnu. Bíllinn var alþakinn laufblöðum. Um helgina heyrði ég í Birki bróður mínum, símleiðis frá Danmörku, þar var 25 stiga hiti og sól, skömmu síðar heyrði ég í mömmu á Ísafirði, þar voru helstu fjallvegir í grennd ófærir og snjóað hafði töluvert í byggð. En hér í Reykjavík er voðalega sjaldan eitthvað veður. Bara bölvað hálfkák. Kannski vegna mengunar nær hvorki blíðviðri né óveður hingað og úr verður rigningarpiss eða þokkalegt gluggaveður...

Þau gleðitíðindi bárust okkur í gær að Dagbjartur Óli Gunnarsson væri kominn í heiminn, það gerðist ca. kl. 08.16 og var hann 16 merkur og 53.5 cm. Þetta er stórkostlegt og viðbúið að hljómsveitin Dr.Gunni hægi á sér í pönkinu og spili einungis ballöður. Platan sem átti að heita Stóri hvellur, mun eiga að heita Lífið er yndislegt!

Það versta við þessi skrif er það að ef maður hittir vini sína þá hefur maður ekkert að segja, allar fréttir þegar lesnar, ég er eins og opin bók. Svo veit ég náttúrulega ekkert hvað er að gerast hjá öllum hinum.

Ég er með tvö símanúmer í símanum mínum sem hafa ekkert nafn og ég þori ekki að hringja í þau. Sá sem getur veitt mér upplýsingar um þessi númer, vinsamlegast látið mig vita!
896-7801
893-4810
Jæja, ég ætla að fara að klappa konunni og bið að heilsa..

10:01 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.