This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
08 september 2003 Tíðindalaust á austurvígstöðvunum.. Ósköp venjulegur dagur í bókabúðinni. Haruki Murakami kom og keypti ferðakort af Íslandi, hann var voða hress og var á leiðinni út á land. Hann ætlar að koma og árita á morgun í búðinni kl.19.00. Ég sagðist hlakka til að hitta hann á morgun og sagði á ensku ".. drive carefully"! Mig langaði til að vara hann við umferðinni og hann ætti sérstaklega að varast nýútskrifuðum unglingum á Hyundai-bifreiðum, en ég vildi ekki hræða hann. Það væri ömulegt mál ef hann ætti svo ekki afturkvæmt. Hvað er ég að hugsa. Síðdegis komu svo menn frá Danmarksradio og fengu hjá mér leyfi til að taka viðtal við Mikael Niemi (Rokkað í Vittula) í búðinni. Þeir tóku líka stutt viðtal við mig um vinsældir Niemi hér á landi og vildu fá mig til að tala við Niemi þegar hann kæmi í búðina. Hann kom að sjálfsögðu of seint og ég gat ekki beðið lengur, lagði af stað heim úr vinnu en mætti honum í dyragættinni. Hann getur jú alveg hagað sér eins og rokkstjarna en hann gleymir því að ég er líka rokkstjarna..
Murakami, á morgun kl.19,00!!