bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


 
Archives
<< current

 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
27 desember 2003  
Komið fagnandi, að skjánum, því ég boða yður nýtt blogg!
Það er verst hversu slappur ég er við skrifin, þvílíkar hugmyndir sem poppa uppí hugann daga og nætur, leka svo því miður útum nefið á mér við fyrstu fráöndun. Bókavertíðin var ágæt. Frábært að hugsa til þess hversu margir halda tryggð við bókabúðina okkar, á Laugavegi 18! Hún er nú bara einfaldlega best! Er aldrei auglýst, laus við allan rembing, hún bara stendur styrkum fótum með fólkinu innan borðs! Það er samt ekki laust við blendnar tilfinningar eftir þetta haust, það blundar eitthvað inní mér, eitthvað sem kallar á breytingar...!

Djöfull var gaman á útgáfutónleikunum, sem voru fyrir viku síðan. Ég er ofsalega ánægður með plötuna, eins og margir aðrir greinilega, og er stoltur að hafa tekið þátt í þessu. Ég hlakka til að takast á við nýtt ár og vonast til að rokkið lifi.

Á leiðinni heim til mín, á þorláksmessu, kom uppí huga mér krassandi samsæriskenning, hún hljóðar svo; Robertino er ekki til. Tónlistin á plötunni "Robertino:Það allra besta" er einungis upptaka á Engilbert Humperdink spiluð aðeins hraðar, þannig að söngurinn verður áttund ofar. Myndin á hulstrinu er svo bara fermingarmynd af Óttari Felix Haukssyni. Þar hafið þið það!

Mig langar að geta þess að mér leiðist Ingvar E.Sigurðsson, af hverju í fjandanum leikur hann í öllum íslenskum bíómyndum? Eigum við ekki fleiri leikara? Í ljósi þessa, þverneita ég að sjá myndina Kaldaljós!

Við Bryndís og Bjartur erum á Ísafirði í endurhæfingu og erum að blómstra, í bókstaflegri merkingu. Við biðjum að heilsa öllum og óskum ykkur gleðilegrar hátíðar.
Birkir, takk fyrir sendinguna og kærar kveðjur til fjölskyldunnar. Önnur sending til þín er innan seilingar, en Stóri hvellur náði ekki í jólapakkann um daginn.

Líklegast var þetta næstsíðasta færslan á árinu, því sjá, ég boða yður annað blogg! Þangað til næst...

5:11 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.