bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


 
Archives
<< current

 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
02 janúar 2004  
Nýtt ár...sama ruglið!
Komið þið sæl á ný! Ég vil nú byrja á því að óska ykkur til hamingju með nýtt ár, það var gott að losna við það gamla það var orðið eitthvað svo langdregið þarna síðasta daginn. Vitaskuld sveik ég loforð mitt um síðasta blogg gamla ársins enda er ég bloggari af síðustu sort, en eitt af fjölmörgum áramótaheitum er að standa mig betur í þessu þ.e. að standa betur við loforð. Ég var annars búinn að sjá fyrir mér gamlársdag í formi kaffibolla og bloggræpu þar sem ég myndi fara yfir árið og fremja á þvi málefnalega krufningu, en nei....ég sveik sjálfan mig. Það er nú ekkert nýtt, stundum fer ég svo illa með sjálfan mig að ég græt undan mér og eineltinu í minn garð. En ég þarf ekki að örvænta því eitt af mínum fjölmörgu áramótaheitum er að fara betur með sjálfan mig.

Í pásunni sem myndaðist við þessi greinaskil hugsaði ég lengi vel hvað mér fyndist minnistætt við nýliðið ár, ég get ekki hugsað skýrt, bölvaðir fréttaannálarnir sitja svo í mér að ég væri vís með að skrifa um kosningarnar eða kaupauka eða eitthvað þaðan að verra. Annállinn verður bara að koma seinna ( jæja, byrjaður að lofa uppí ermina )!

Áður en ég byrjaði þessi skrif fór ég hinn vanalega vef-rúnt, kíkti til Gunnars, Gríms og Fjalars meðal annarra og tók eftir því að mörgum var Áramótaskaupið og Opinberun Hannesar ofarlega í huga. Ég hef svo sem ekki miklu við þetta að bæta annað en að Áramótaskaupið var hreinræktaður viðbjóður, verra en skítflöt spaugstofa í sunnudagsþynnku og Opinberun Hannesar var bara hreinlega ekki mönnum bjóðandi. Ég vil varla eyða í þessa mynd lýsingarorðum, það yrði blessuðum lýsingarorðunum til minnkunar að verða nefnd í sömu setningu og þessi mynd. Ég hreinlega óska þess heitar en nokkuð annað að Davíð Oddsson verði áfram í forystu í íslenskum stjórnmálum svo honum gefist minni tími í handritasmíð sem þessa....djók. Ein helstu áhrif sem myndin hafði á mig var sú að ég varð ægilega pirraður í löppunum, eins og ég þyrfti að sparka í eitthvað.

Ég mun líka á næstu dögum segja ykkur frá þeim ótalmörgu áramótaheitum sem ég strengdi á gamlárskvöld; ég ætla að hreyfa mig meira, borða hollari mat, verða skemmtilegri, betri vinnufélagi, betri vinur vina minna, meiri óvinur óvina minna, brosa breiðar og fleira og fleira....
Ég get því miður ekki haft þetta lengra í bili, þangað til næst!

6:37 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.