bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
31 maí 2004  
Tvær stjörnur!
Þetta er nú meira annríkið hjá manni þessa dagana! Ýmis verkefni í vinnunni hafa legið á mínu borði ásamt því að talning fór fram síðastliðinn fimmtudag. Það þarf ávallt mikinn undirbúning fyrir talningu í svona stórri verslun sem Mál og menning er! Það er nú ansi merkilegt, víst ég var að enda við að skrifa ,,Mál og menning", að fjölmargir starfsmenn Pennans m.a. yfirmenn, hafa enn ekki náð að skrifa nafnið rétt eftir að hafa tekið við rekstri búðanna í ágúst á síðasta ári!

Ég fór á Pixies síðasta miðvikudag, það var einfaldlega frábært og kom mér á óvart hversu góðir söngvarar þau voru. (Bryndís, hætt þú að lesa hérna!)Ég stóð sjálfan mig að því að horfa allan tímann á bassaleikarann Kim Deal. Fjárinn, hvað hún er kúl. Ég fantaseraði oft um Kim Deal á fyrri árum og held að eina svona kvennaband sem ég hef virkilega fílað sé Breeders. Ég gekk svo langt í því að fylgjast með Kim að ég hafði oft verulegar áhyggjur af dópneyslu hennar sem ég las um í blöðum, ég keypti allar plötur sem hún kom nálægt m.a. the Amps og meira að segja frekar slappa plötu systur hennar, hennar Kelly; Kelly Deal 6000! Ég var nú alveg búinn að búast við því að Kim kæmi í Mál og menningu eins og allir útlendingar sem heimsækja landið en ekkert varð úr því, kannski eins gott, ég hefði líklega orðið mér til skammar, öskrað eða beðið hana að skrifa nafnið sitt á rassinn á mér...

Helgin var ágæt, Briss og Stephen Kriss fóru vestur og ég fór með félögum mínum í hljómsveitinni... já, við erum soldið í vandræðum með nafn (kannski að sníkjudýr síðunnar geti komið að einhverju gagni hér, honum finnst greinilega gaman að orðum!), við fórum til Snæfellsness, þ.e. á Arnarstapa og tókum nokkur lög ásamt hljómsveitinni the nineelevens! Þetta var fyrsta giggið okkar og í fyrsta laginu eyðilagði ég sparkarann og svo slitnuðu tveir strengir í næstu tveimur lögum. Djöfull sem framtíðin mun brosa við okkur eftir þetta. En ekki var öll nótt úti enn og tími gafst fyrir frekari hrakfarir. Við fórum í fótbolta, allir orðnir frekar slompaðir og í einni sókninni þar sem ég var á fleygiferð með boltann, stökk á mig tröllvaxinn ástralskur fauti sem lenti á hnénu á mér og kannast ég ekki við að hafa upplifað annan eins sársauka. Ég hafði mig ekki mikið frammi eftir þetta og hélt áfram drykkju og saug í mig kraftinn úr Snæfellsjökli um leið!

Þessa nótt gekk ég til rekkju um kl.08.00 og var vaknaður um kl.11.00, þar sem ég gat ekki sofið fyrir sársauka. Ég tognaði illilega í hnénu og veit ekki hvernig ég mun spjara mig næstu daga, m.a. í ræktinni. Það mun taka mig sárast að þurfa að lúffa því, eins dýrt og það er. Allur jökulkrafturinn er uppurinn og viðtók Deep relief mentholkrem með íbúfeni í, lífið er aðeins bærilegra. Ef þú ert að lesa þetta Luke, vona ég að samviskan nagi á þig gat!

Ég ætla að fara að hætta núna, en svona rétt í lokin kynni ég hresssssandi nýjung á síðunni; Stjarna vikunnar! Stjarnan hverju sinni er einhver sem stendur uppúr og hefur hresst mig að einhverju leyti, og nú í þetta fyrsta skiptið eru það tvær: Bassaleikararnir Kim Deal og Hálfdán Bjarki!

11:07 e.h. Ekki vera feiminn

18 maí 2004  
Það sem ég get bullað...
Eins og ég var að segja þá er ég nýkominn frá Jótalandi, Birkir bróðir minn var að láta ferma dóttur sína hana Sissel en fjölskyldan býr í smábænum Toftlund sem liggur snöggt frá landamærum Þýskalands. Ég fór með mömmu og pabba og þurftum við að fljúga til Kaupmannahafnar þar sem ekki var byrjað að fljúga til Billund. Þar tók við lest sem flutti okkar milli eyja og loks til meginlandsins.

Dvölin í Toftlund var unaðsleg, Birkir var í fríi og ferðaðist með okkur í allar áttir m.a. til þýskalands. Við fórum í verslunarferð til Kolding þar sem ég keypti föt á Stefán, fórum á "menningarnótt" í Åbenrå sem er geysifallegur bær og auk þess börðumst við bræður í golfi á hinum geysifallega golfvelli þeirra Toftlendinga. Þess má geta að hann hitti kúluna oftar en ég..enda á heimavelli!

Ekki er hægt að klaga Dani fyrir að kunna ekki að halda veislur. Síðustu ár hef ég upplifað dönsk veisluhöld og hef lært a.m.k tvennt sem ég mun vafalaust tileinka mér; árið 2001 fór ég í afmæli þar sem borðaður var góður matur, sungið, dansað og drukkið en við lok veislunnar, áður en gestir fóru heim, var boðið uppá heitan mat aftur. Mjög góður siður. Fermingarveislan þarsíðustu helgi var ægilega fín, á hádegi hófst veislan með borðhaldi, hjartardýr með öllu tilheyrandi, boðið var uppá öl, hvítt og rautt með matnum, um kl. hálffjögur eftir að gestir höfðu drukkið öl útá palli og sleikt sólina var boðið uppá kaffi og dýrindis kökur. Rétt fyrir kvöldmatarleyti voru svo gestir kvaddir með heitum brauðréttum og voru sumir orðnir ansi slompaðir eftir vellystingar dagsins. Snilldarráð fyrir þá sem eiga jahh...leiðinlegan frænda eða eitthvað, bjóða uppá áfengi og hafa glasið aldrei tómt.

Við foreldrar mínir áttum ansi hreint góða daga og komum svo við í bakaleiðinni í Kaupmannahöfn þar sem allt var rósum stráð í tilefni brúðkaupsins. Ég er alls ekki bloggfær um þessa hluti því ég hef skammarlega lítinn áhuga á royaliteti og efast um að ég hafi vitað nafnið á þessu dvergvaxna danska prins fyrir mánuði síðan. Það er helst að ég spyrji pabba sem fylgdist daglega með útsendingum frá TV DANMARK og TV2 úr höllinni. En við að sjálfsögðu treystum okkur ekki að vera lengur úti vegna látana á Alþingi og svo fr. og drifum okkur heim næstu vél rétt fyrir brullaupið.

Dúndrandi fjör í ræktinni, ég er alveg nýr maður. Búinn að læra að hoppa uppá nýtt, maður var náttúrulega búinn að tapa allri hreyfingargetu. Svo hittir maður fullt af frægum; Jakob Frímann, Jói Vill sem er sonur Villa heitins Vill söngvara, Gunnar Dóra Hermanns, Thor Vilhjálms og fl.!

Lesandi hringdi í mig í dag og lýsti yfir ánægju með endurkomu mína á síðunni, hann hreifst með bjartsýninni og jákvæðni Nýja Kriss og náði þess vegna að klára ritgerð sem hann átti í basli með. Það er gott að engum verði meint af þessum skrifum...! Teljarinn er í 10315!

10:34 e.h. Ekki vera feiminn

16 maí 2004  
JÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆJJJJJJAAAAA,
komið þið sæl.. ef einhver er að lesa þetta yfirleitt!? Nú eru langflestir lesenda búnir að missa trúna á mér og hafði ég stórkostlegar fyrirætlanir um magnþrungið bloggkombakk en hvað gerist...blogger.com er komið með nýtt lúkk og ég er sleginn út af laginu. Ég kann ekki neitt, ég þarf að leita ráða hjá hinum fersku pennum s.s eins og þeim á Nönnukaffi eða Kristni Hermannssyni!

Fooooooccck hvað tíminn líður hratt! Síðasta skrifelsi mitt er frá 28.apríl, þar sem ég var að telja niður lífdaga gungunnar/druslunnar og ég hygg að fleiri séu að telja í dag. Ekki ætla ég að dvelja hér við fjölmiðlaandvarpið, ég læt aðra um það.

Margt hefur breyst í mínu lífi síðustu vikur. Ég hef fært mig um set í vinnunni, aðstoða núna við verslunarstjórn og fæst við sölur til erlendra viðskiptavina þ.e. háskóla og bókasafna. Ég er byrjaður í líkamsrækt í Laugum og er jafnvel að spá í að kaupa mér hvíta sokka. Svo er ég búinn að kaupa mér glænýtt hjól. Það er allt annar Kriss sem talar hér í dag, gamli Kriss söng sitt síðasta í apríl. Nýi Kriss er jákvæðari útí lífið, markvissari og beittari. Nýi Kriss drekkur Smirnoff Ice, hlustar á Noruh Jones og les Brian Tracy! Ég veit ekki hvort ég vilji breyta um útlit síðunnar, þó það eigi kannski við hvað, en hvað finnst ykkur?

Ég hef að sjálfsögðu gert margt skemmtilegt síðan þið heyrðu frá mér síðast, spilaði með Violent femmes, æft með nýrri og hressilegri hljómsveit, farið til Danmerkur og á útskriftarsýningu nema úr LHÍ. Ég veit svona sirka hvar ég á að byrja en ég held ég geri það ekki í kvöld, þetta er nóg í fyrstu gusu. Ég verð að leyfa mönnum að jafna sig, er til dæmis búinn að skilyrða lesandann Eirík Örn Norðdahl sem hlýtur nú að vera alveg ruglaður eftir þetta útspil..! Ég kem aftur..nýi Kriss kemur oftar!

Í dag eru 122 dagar í 15.september.
Teljarinn er í 10242!

11:00 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.