This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
19 október 2004 ..til háborinnar fyrirmyndar! Ísfirska nýbylgjulestin að baki. Stórkostlegt fest. 100% success. Allir sem komu nálægt þessu stóðu sig með stakri prýði, stemningin var frábær hjá áhorfendum jafnt og öllum þeim sem komu fram. Það er ekki séns að taka út einhvern einn eða fleiri sem voru skemmtilegir uppá sviði, það áttu allir geysigott kvöld. Annars komst ég annarsvegar að því að hljómsveitin Unaðsdalur er frábær, og svo aftur að Jón Þór smali er snillingur. Þetta var allt saman til háborinnar fyrirmyndar.
Nú er Icelandic Airwaves að bresta á. Það er sitthvað af íslensku böndunum sem manni langar að sjá; t.d. trabant, mugison, skakkamanage, nine elevens og dáðadrengi. Hefði lagt mig í lima við að sjá hljómsveitina Rass, en giggið þeirra datt út. Helvítis rassgat. Svo er það hljómsveitin Shins á laugardag sem ég ætla ekki fyrir nokkra muni að missa af.