This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
01 febrúar 2005 Hér kemur febrúarbloggið...hahaha, djók. Ég blogga aftur! Sæl og blessuð!
Nú er janúar búinn og febrúar tekur við. Jesús kristur. Hvað tíminn líður hratt! Tíminn líður hratt þegar maður skemmtir sér en janúar var bara ágætur fyrir utan veikindi innan fjölskyldunnar. Stefán Bjartur var frá skóla í tvær vikur. Ég vona innilega að hann hafi ekki misst af einhverju mjög drastísku á leikskólanum. Kannski mun eitthvað sem viðkemur þroska sitja í honum um alla ævi. Bryndís í það minnsta þurfti að sætta sig við að vera eftir á og að vera skilin útundan í hópavinnu vegna fjarveru frá skólanum.
Helgin var annars þrælfín. Borðuðum dýrindiskrásir hjá Bjarnveigu og Gunna á laugardagskvöldinu, en á sunnudaginn fórum við í stúdíóið til Míó. Hljóðverið er tvímælalaust eitt það besta á landinu og heitir gróðurhúsið! Við erum að fara til Lundúna eftir tæpar þrjár vikur og spila þar á hinum víðfræga klúbbi Marquee, einnig munum við spila í beinni útsendingu á XFM í London hjá hinum víðfræga John Kennedy. Einhver kann þá að spyrja; afhverju eru þeir í hljómsveitinni Reykjavík! að fara út, ekki eru þeir víðfrægir, eru þeir svona frábærir? Vandsvarað. Það þekkja okkur fáir, varla við sjálfir.
Tja, sei! Þetta verður viðburðaríkt ár. Ég finn það á mér. Ég sé það í spilunum. Ég sé barneignir hjá vinum mínum, ég sé tónlistarverðlaun og nýfætt barn hjá kynþokkafullum ísfirðingi, ég sé mikla tónlist á Ísafirði um páskana, ég sé brúðkaup, ég sé stórafmæli, ég sé plötuútgáfu, ég sé mikla tónleika í Reykjavík... jafnvel hjá erlendum listamönnum, ég sé sól og hamingju.