This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
05 febrúar 2005 Ljúfsárar...! Það er svo margt sem ég fíla við laugardaga. Það er einhvern veginn alveg sama hvað maður er að gera, ef það er laugardagur þá er öðruvísi stemning yfir hlutunum. Það getur meira að segja verið mjög gaman að vinna á laugardögum. Það versta er náttúrulega ef dagurinn flýgur frá í einhverju móki, ef maður sefur eða situr með tóman haus fyrir framan sjónvarpið. Í dag höfum við verið að þrífa heimilið hátt og lágt. Allir á fullu. Stefán hefur hlupið sem stormsveipur um alla íbúð með tuskuna að þurrka. Það er einhvern veginn gömul klassík að laugardagar fari í almenn þrif á heimilinu og í sjónvarpinu séu menn að hamast í íþróttum. Ryksugan og enska knattspyrnan. Loks tróð ég í fullan ruslapoka gömlum fötum af mér úr fataskápnum og með þeim fylgdi aragrúi minninga, góðra og slæmra. Gott að endurnýja fataskápinn og endurnýja langtímaminnið. Tæma öðru hverju. Að sama skapi taldi ég dósir og henti í poka; gaman að henda gömlum partýum út úr húsi. Fletta upp í tómum dósunum.
Fannst ykkur þetta ekki skemmtileg minni; gömul föt, tómar bjórdósir og minningar.