This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
07 febrúar 2005 Stígandi lukka er best! Bókmenntafræðingurinn og verðandi leiklistarfrömuðurinn Elín Smáradóttir átti kollgátuna í spurningu gærdagsins. Fyrsta bók Árna Bergmann heitir einmitt Geirfuglarnir og þá bók á ég einmitt hér í hillunni. Gaman að segja þér frá því að á saurblaðið er ritað: "25.maí 2000. Til Kristjáns Freys. Frá Elínu. - af því að þú ert vinur minn!!"! Þetta þótti mér og þykir fallegt.
Í dag er mánudagur og framundan er þrusurokk- og þorrablótshelgi. Búast má við stígandi spennu hér á síðunni frameftir vikunni sem mun þá ná hámarki á föstudaginn. Glöggir lesendur hafa einmitt tekið eftir því að ég er ansi duglegur við skrifin þessa dagana. Í gær varð ég uppvís að hlæja að mínum eigin skrifum þegar ég var að fletta uppí arkívunum. Á tímum var síðan einstaklega gagnvirk, menn skiptust á braglínum og hnittnum tilsvörum. Hvar er Steini Sleggja og hvar er Jói Bekk? Ég rýndi í mín gömlu skrif í gær til að athuga hvort ég hafi skrifað eitthvað um þorrablótið góða í fyrra en nú um næstu helgi skal endurtaka leikinn. Þið getið skoðað þau skrif undir færslunum 02/01/2004 - 02/29/04. Þar mátti líka sjá ótrúlega tilviljun; núna á laugardaginn 05. febrúar voru skrifin mín með fyrirsögnina Ljúfsárar..!, í fyrra á nákvæmlega sama tíma 05. febrúar var fyrirsögn blogggsins Ljúfsárar..! Ótrúlegt.