This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
11 júní 2005 Helvítis rokk og helvítis ról! Nú í dag er laugardagur og vika liðin frá síðasta laugardegi. En sá dagur verður mér lengi í minni hafður og ég er rétt búinn að jafna mig. Ég er farinn að geta skrifað aftur. Vinir mínir komu og náðu í mig á eðal-hljómsveitarrútu með öllu tilheyrandi innanborðs; ískaldur bjór, harðfiskur, klámmynd í sjónvarpinu og þungarokk í hátölurunum. Við keyrðum um bæinn og heimsóttum bæði hátíð hafsins og menningarhátíð Grandrokk. (Valdi keppir í "gagnárás trommarans", Palli, Stebbi, Geiri, Hilmar, Gummi, Tóti, Haukur, Gunni, ég, Freyr og Gunni fylgjumst með!) (Sleggjan sýnir valinkunna takta í bassafimi.) Síðan tóku íþróttirnar við. Fyrst var það ballskák í Lágmúla og þaðan lá leiðin uppí Heiðmörk. Þar lögðum við rútunni og hlupum út í sólina. Það var enginn tími fyrir sólbað því svæðið var undirlagt brautum fyrir hinar ýmsu keppnisgreinar í ROCK ´N ROLLYMPICS. Þar hentum við trommukjuðum í mark, spiluðum á bassa með álímdum upptakara og opnuðum með honum bjórflösku, köstuðum gítarnögl í krádið, spiluðum Gamla Nóa á ámáluðum píanónótum í grasinu með því að hoppa á annarri löppinni og síðan var endað með ultimate söngvarastönti; að hoppa í gegnum eldhring! (Freysi, Hilmar, Stebbi og Kriss borða eftir harða keppni.) Eftir Rokk og rólympíuleikana var gasgrillið tekið útúr rútunni og borðaður dýrindismatur. Síðan var brunað beint á Lambastaði og sungið og spilað. Eftir ellefu tíma taumlausa gleði var stefnan tekin á Trabant og kvöldið endað á viðeigandi hátt. Djöfull var ógeðslega gaman og djöfull á maður góða vini!
10:15 f.h. Ekki vera feiminn