This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
14 júní 2005 Herra og frú Rokk!
Nú er allt að gerast. Við Bryndís ætlum að ganga í heilagt hjónaband á föstudaginn. Nú þegar undirbúningurinn stendur sem hæst, sit ég með tölvuna í kjöltunni að blogga. Haldiði að ég sé bara ekki að verða ruglaður?! Þetta blogg á nú samt örugglega eftir að breytast eitthvað eftir föstudaginn. Fyrir það fyrsta þarf ég ef til vill að breyta slóðinni í herrarokk. Er Rúni Júl kannski með þá slóð? Svo verð ég örugglega geðveikt væminn, svona kannski eins og Ágúst Borgþór, geri upp gamlar syndir, tala um heilsu og mataræði og slíkt.
Annars fæ ég hvern kjánahrollinn á fætur öðrum þessa dagana. Þorsteinn Joð hitti mig í bókabúðinni og sagðist vera dyggur lesandi bloggsins, sama sagði Gerður Kristný og nú í dag var ég í góðum hópi bloggara sem kynntir voru í DV. Þar var m.a. vélstjórinn Anna Kristjáns. En ég komst að þeirri niðurstöðu um síðustu áramót að það er gott að halda dagbók, þá getur maður lesið um gjörðir sínar eftir á. Ég er nefnilega ekki það minnugur á slíkt. Ég get munað öll helv.. bílnúmer og símanúmer en ekkert sem máli skiptir. Ekki mín eigin pin-númer. Á næsta ári þegar ég sörfa um síðuna þá get ég til dæmis lesið um það að ég hafi kvænst 17.júní. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott...!
Myndin er ekki tekin af okkur á brúðkaupsdaginn heldur í Hnífsdalskapellu við skírn Stefáns Bjarts árið 2002.