This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
11 nóvember 2005 Ég er í röð útá götu! Á miðvikudagskvöldið fór ég úr vinnu um kl.19.30 og kom við á Domino´s á Skúlagötu að sækja pizzu. Þá var röð útá götu og þar stóð ég í kuldanum. Til að láta Bryndísi vita af stöðunni ákvað ég að senda henni sms: "ég er í röð út á götu"! Það fór nú ekki betur en svo að ég sendi sms-ið óvart á vin minn Braga Valdimar en hann er einmitt á undan Bryndísi í símaskránni í farsímanum. Þetta var svo sem ekkert merkilegt nema hvað að ég fékk sms frá Braga um kl.06.00 árla fimmtudagsmorguns: "Fædd, Inga Margrét Bragadóttir kl.04.10, 51 cm. Allir í góðu stuði". Ég hef greinilega fundið á mér að eitthvað væri að gerast hjá Braga. Ég get samt ekki ímyndað mér hvað Bragi hefur haldið um mig þegar hann, verandi á fæðingardeildinni fékk frá mér sms-ið: ég er í röð útá götu.
8:00 e.h. Ekki vera feiminn