This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
15 maí 2006 Ég hef aldrei séð annan eins bíl, bíl, bíl, bíl.. Þó mér sé langt í frá annt um að Sjálfstæðisflokkurinn nái árangri í Árborg þá finnst mér þessi skrípaleikur ekkert annað en kjánalegur. Eyþór Arnalds var fullur og keyrði á ljósastaur. Það er vitaskuld alvarlegt mál og gerist örugglega miður oft að menn keyri fullir. Annars væri ekki hugtakið "stútar við stýrið" til. En af því Eyþór er í framboði þá er þetta í öllum fréttatímum og núna í Kastljósinu. Kannski einum of mikið af því góða og einum of dramatískt.
Kristján: ...segðu mér aðeins frá ástandi þínu þetta kvöld, varstu draugfullur eða kenndur? Eyþór: ... ég myndi segja að ég hafi verið kenndur!
Svo verður Eyþór í Sjálfstæðu fólki hjá Jóni Ársæli, Út og suður, Fyrstu skrefunum, Bak við böndin og hjá Strákunum. Gaman að sjá Eyþór í Valhöll að lesa upp yfirlýsinguna. Hann skammaðist sín líkt og lítill strákur og pabbinn Geir Haarde var reiður. Hver ætli það sé sem skrifar þessar yfirlýsingar sem stundum þarf að gera í Valhöll?
7:44 e.h. Ekki vera feiminn