This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
10 september 2006 ...já við fórum á grímuball á dögunum. Starfsmannafélag Pennans hélt ballið í Þróttaraheimilinu og Geirfuglar skemmtu. Þar áður fórum við síðast á grímuball árið 2000 og fljótlega eftir það ball ákváðum við Bryndís að næst skyldum við vera Ólafur og Dorrit. Á ballinu árið 2000 fór ég í gervi Roy Orbison og Bryndís sem Pocahontas og fékk þá sælla minninga 3. verðlaun ef ég man rétt og að launum fría ferð til Súðavíkur með kaffi og kleinum á Esso á Hólmavík!
Núna fengum við engin verðlaun á dansleiknum en vorum margverðlaunuð á skemmtistöðum niður í bæ seinna um kvöldið. Frítt á barnum, framfyrir í röðum, óskalög og margt fleira. Þetta er klárlega ekki í síðasta skipti sem við klæðumst þessum gervum!