This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
24 september 2006 Ég sprengi klukkan þrjú! Húsið er í rúst. Skemmdir fundust í pípulögnum í öllum þremur íbúðunum og skipta þurfti um lagnir frá toppi til táar. Hjá okkur var það veggurinn milli eldhússins og baðherbergisins og sem betur fer var hægt að brjóta í gegn eldhúsmegin því annars hefðum við þurft að eiga við flísarnar inná baði. Þrátt fyrir að allt hafi verið plastað í bak og fyrir lagðist þetta fína steypuryk yfir alla íbúð. Í hvern krók og kima. Ég brá á það ráð að senda fjölskylduna vestur á Ísafjörð og sjá um að koma heimilinu í fyrra horf. Framkvæmdirnar drógust hinsvegar á langinn og það var ekki fyrr en í dag að ég gat farið að athafna mig eitthvað. Ryksugaði (ryksaug?), sópaði, skúraði og þurrkaði af og rykið er alveg að fara með mig. Ég er allur að þorna upp. Á meðfylgjandi mynd má sjá í hilluna á ganginum. Þarna sést að ég hef fært geisladiskinn Æ með Unun upp frá því að liggja í hillunni og við hliðina á honum var kaffibolli. Þarna má vel sjá hið viðbjóðslega ryk sem er yfir allri íbúðinni. Fyrir utan rykið má sjá ýmislegt á þessari mynd. Fyrir áhugasama er þarna fyrir aftan bláa pennann, lítill krómaður Ampelmann upptakari frá Berlín en það kallast græni kallinn á gönguljósunum í austurhluta Berlínar. Vinstra megin í sömu hillu má sjá rúllu af R! límmiðum sem límdir voru á allar Reykjavík! plöturnar. Í hillunni fyrir neðan eru nokkrar af matreiðslubókum heimilisins, m.a. Culinaria France og við hliðina á þeirri bók er bítlasafnið á vinylplötum. Þarna má líka sjá ýmsar áhugaverða geisladiska, t.d. er diskur með Skid Row til á heimilinu og safnplatan Grimm dúndur. En hér kemur spurning dagsins sem er tvíþætt: Í plötubunkunum má sjá tvo titla í tveimur eintökum, hvaða plötur er það og hverjir flytja? Fyrirsögnin hér fyrir ofan er tekin úr lagi á einni plötunni á myndinni, hvað heitir platan og hver er flytjandinn? Sá aðili sem kemur fyrst með réttu svörin í athugasemdakerfinu má velja sér eina af geislaplötunum á myndinni!
9:04 e.h. Ekki vera feiminn