bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


 
Archives
<< current

 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
03 september 2006  
Svona var sumarið.

Neskaupstaður
Við Bryndís og Stefán, Gummi, Jón Þór og Eva, Gunni, Bjarnveig og Dagbjartur héldum austur á firði um miðjan júlí aðallega þá vegna þess að hljómsveit Dr.Gunna var fengin til að skemmta á Metalfesti á Neskaupstað. Fyrir mér var þetta mikið tímamóta ferðalag, ég hafði aldrei áður keyrt suðurlands-undirlendið þannig að það má segja að ég hafi loksins lokað hringnum. Ferðin var geysivel heppnuð, náttúran og landslagið æpandi stórkostlegt. Austfirðirnir keimlíkir mínum heimaslóðum á köflum, fyrir utan klettabelti hinna tignarlegu fjalla voru heldur skökk. Þetta þarf að laga. (myndirnar eru teknar við Seljalandsfoss og Jökulsárfljót)Ísafjörður
Þetta var ekki í fyrsta skipti sem við fjölskyldan förum til Ísafjarðar. En hugsanlega var þetta í fyrsta skipti sem ég finn fyrir ægilegum stórborgarkeimi á Ísafirði. Kannski voru það ferðamennirnir í gígantísku skemmtiferðaskipunum sem gáfu þetta yfirbragð? Kannski var það mómentið þegar ég nýkominn vestur ók upp að vínbúðinni og hitti öll helstu höfuðborgarkrúttin samankomin í einum hópi? Kannski var það þegar ég borðaði indælan saltfisk á Hótel Ísafirði rétt fyrir kl.23.00 á miðvikudagskvöldi og lúðrasveitin Sigur Rós rölti blásandi framhjá? Ísafjörður er aftur orðinn að stórborg, líkt og á tímum Ásgeirsverslunar. Plokkfiskurinn í Tjöruhúsinu er tvímælalaust hápunktur sumarsins og væri þess virði að keyra í fimm tíma einungis eftir honum.

Klambratún
Einhvern tímann var haft eftir mér í DV að ég sæi fyrir mér að flugvöllinn mætti færa úr þessari heittelskuðu Vatnsmýri yfir á Klambratún. Einfaldlega vegna þess að sú staðsetning hentar mér afskaplega vel. Við Bryndís löbbuðum út eftir kvöldmat sunnudagskvöld í endaðan júlí, út á horn Miklubrautar og Lönguhlíðar. Fólk streymdi að úr öllum áttum og við ásamt múgi og margmenni löbbuðum göngin undir Miklubraut og yfir á Miklatún. Þetta var án efa í fyrsta skipti í langan tíma sem fleiri en 5 manns labba þessi göng á sama tíma. Þetta var magnað stórborgar-augnablik þegar fólk strunsaði uppúr göngunum, uppúr “neðanjarðarlestinni” á tónleika með Sigur Rós á Klambratúni. Rosalega vel heppnaðir tónleikar í alla staði. Og af samstarfsfólki mínu að dæma þá var þetta allt Sjálfstæðisflokknum að þakka. Guð blessi þá og forði okkur frá hinum vondu köllunum sem héldu aftur af allri menningu í borginni góðu.

Reykhólar
Við héldum vestur að Reykhólum um verslunarmannahelgi og hittum fjölskyldu Bryndísar. Þar var hin fínasta tjaldaðstaða og við höfðum það ansi gott þrátt fyrir að vera ansi blaut (útvortis, vegna blautviðris) þegar að leið á kvöld. Eftir að hafa eytt nær öllu sumarfríinu í fyrra í að hlusta á veðurspár manna og skoða kortin á netinu þá er mér meira og minna orðið sk**sama um veðurlag. Ef það sól þá er hvort sem er of heitt og mann langar í ferskan andblæ og smá vætu. Ef það er rigning þá langar mann í sól og hita. Þetta er allt saman gott í hófi. Það er bara að kunna að klæða sig. (á myndinni eru Elísa og Stefán að búa til salat í rigningunni á Reykhólum)

Borgarfjörður
Tvisvar í sumar fórum við í Öldudal við Þverárhlíð á slóðir Jóa og Öldu. Það er engum blöðum um það að flétta að þessi staður er guðdómlegur. Það tekur okkur 72 mínútur að aka úr Barmahlíðinni og upp að bústaðnum. Við bjuggum til safndisk sem passar akkúrat uppá sekúndu. Þannig að við erum tilbúin ef við yrðum svo heppin að vera boðið þangað aftur. Tilfinningin er unaðsleg að drepa á bílnum þarna uppfrá, opna jafnvel einn kaldan og sjúga í sig góða loftið! (Rótin af hinu alræmda og stóra Lite-máli sem nærri tvístraði vinahópnum má rekja til einnar útilegunnar á þessum stað í sumar. Ég held að það sé óþarfi að rifja upp málavexti, nær allir hafa heyrt af málinu). (myndin af Stefáni og Bryndísi er tekin daginn eftir Reykhólarigninguna í pottinum hjá Jóa og Öldu)

Valseyri
Í hvert einasta skipti sem foreldrar mínir segja mér frá dvöl sinni í bústaðnum þeirra á Valseyri er þeim ansi tíðrætt um hið dásamlega dýrfirska logn. Þetta hljómar alltaf eins og einhver bölvaður gorgeir í þeim en svo þegar maður upplifir þetta sjálfur þá verður maður gagntekinn. Fjallasýnin frá Valseyri út Dýrafjörðinn er með því fallegasta sem ég hef séð. Við dvöldum þarna eina nótt, alltof stutt en þó það, Palli Janus svili minn tók mynd árla morguns út fjörðinn og sú mynd er líkt og málverk. (ég verð að fá stafrænu útgáfuna hjá Palla og sýna ykkur seinna)


Tónleikar
Ég fór mikið á tónleika í sumar og spilaði einnig mikið sjálfur með félögum mínum í Reykjavík! og Dr.Gunna!
Eistnaflug, það var heilmikil upplifun að spila meðal metalbanda á Neskaupstað. Við Gunni og Gummi tókum þetta þrír og tókst ágætlega upp þrátt fyrir að þurfa að fylla í ansi stórt skarð(Grímur er 198 cm). Við vorum látnir vita að bandið sem var á undan okkur væri byrjað að spila þannig að við hlupum baksviðs til að hafa okkur til, stilla gítara og svoleiðis. En svo kom það uppúr krafsinu að bandið sem var á undan var Sólstafir, eitt lag hjá þeim er 40 mínútur. Við hefðum getað keyrt upp að Kárahnjúkum og aftur til baka en við þorðum það ekki því við vorum nýbúin að lesa skýrslu Gríms Björnssonar.
Innipúkinn, við í sveit Dr.Gunna hófum leikinn á föstudeginum. Stórskemmtilegt og merkilegt gigg fyrir margar sakir, einna helst vegna þess að þetta var síðasta gigg Gríms Atlasonar bassaleikara sem hélt til Bolungarvíkur og svo spilaði Valdi með okkur í fjarveru Dr. Gumma. Sá Television sama kvöld, frekar leiðinlegt.
Morrissey mætti í höllina og var hress og með attitjúd. Kraftmikil Smiths-byrjun, frábært band og fín umgjörð og hélt kallinn uppi ágætis skemmtan allt til enda. Ég gef þessum tónleikum 3 skyrtur af 4 mögulegum.
Gay pride, við spiluðum á Gay pride fyrir framan ægilegan fjölda fólks. Tókum eitt lag; All those beutiful boys með Dr.Gunna á bassanum (Valdi þurfti að skreppa vestur og brjóta á sér löppina) og danstríói úr Mosfellsbæ. Gunna vantaði bassa og við tókum bassann hans Togga úr Rass frjálsri hendi. Skemmtunin var svo sýnd í beinni á NFS og eftir lagið fékk Gunni SMS frá Togga; “flottur bassi”!
Menningarnótt, Reykjavík! spilaði svo á Menningarnótt hjá Landsbankanum á Laugavegi, með Skátum, Hairdoktor og Jeff Who? Vegna fótbrots Valda fengum við Hauk morðingja til að fylla í skarðið. Hann stóð sig mjög vel. Mjög skemmtilegt og við fengum snittur og disk með Guitar Islancio. Seinna um kvöldið sá ég Langa Sela og skuggana á Sirkus. Þeir voru frábærir og Seli náði að vera svalur með sólgleraugun, þrátt fyrir mikla birtu!

Þetta var svona það helsta...held ég!

8:09 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.