bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


 
Archives
<< current

 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
03 febrúar 2007  
Reykjavík! í París
Reykjavík! spilaði á einni stærstu tónlistarkaupráðstefnu í heimi, Midem sem haldin er árlega í Cannes. Þetta er svona Expo stemning eða eins og sjávarútvegssýningin í Laugardalshöllinni. En áður en við héldum þangað, við spiluðum þar þriðjudaginn 23. janúar, þá héldum við til Parísar á laugardeginum. Við tókum maka okkar með og áttum frábæra helgi þar í almennri slökun, rauðvíni og bagettum við Signu. Nei, það er reyndar haugalygi. Bryndís tók að sér að panta íbúð fyrir okkur til leigu og hún hitti svo sannarlega á frábær híbýli á frábærum stað. Íbúðin var á efstu hæð í 5 hæða húsi, við litla götu í miðju 4. hverfi. Þetta er var semsagt í nafla hommahverfisins í París. Stanslaust stuð að eilífu eins og skáldið sagði. Við vorum öll mjög ánægð með árangurinn hjá Bryndísi, sumir jafnvel glaðari en aðrir.


Við fórum flest strax í það að klára H&M og hverskonar verslunarheimsóknir, við Bryndís eyddum rúmum tveimur tímum þar inni og ég var farin að kvarta og væla. Bryndís, sem er ólétt, stóð sig mun betur. Hún er ógeðslega góð í því að versla í fatabúðum. Þegar við snerum heim úr verslunarmiðstöðinni, klyfjuð H&M pokum mættum við tveimur mönnum við kjörbúðina í hverfinu. "Sæll Kristján" sagði annar þeirra og okkur var mjög brugðið. Þá var þetta Árni Einarsson forstjóri Eddu ásamt félaga sínum honum Ómari. Þeir gistu þarna í nágrenninu og voru að heimsækja gríðarstóra leðurhommaráðstefnu sem var þessa helgi í París. Við komum því til skila til Gumma og Jóns, hvað væri að gerast en ég held að þeir hafi ekki farið þangað. Þeir gleymdu að pakka niður leðurgöllunum sínum. Um kvöldið fórum við á frábæran japanskan veitingastað og borðuðum sticks og sushi.


Sunnudeginum eyddum við svo á röltinu og skoðuðum allt það helsta. Við röltuðum hring í Notre Dame kirkjunni, kíktum á Eiffel og Louvre og heimsóttum helstu bari í nágrenninu. Eyddum líka miklum tíma í verslun sem seldi allskonar teiknimyndadót. Viggó-búning, Tinna-bollastell og frábæra action kalla eða dúkkur. Hægt var að kaupa Freddie Mercury dúkku, persónur úr Lost dúkkur og Gorm úr bókunum um Sval og Val. Um kvöldið fórum við á korsískan matsölustað þar sem maturinn var algjörlega frábær og afgreiðslufólkið einstaklega hlýlegt. Enda var þjónninn okkar faðmaður í bak og fyrir. Eftir þessa notalegu helgi héldu makar okkar aftur til Íslands og við flugum til Nice.

Það var ca. tveggja tíma flug og þegar þangað var komið tóku á móti okkur pálmatré og hvítur sandur. Þegar við komum inn í flugstöðvarbygginguna stóð þar kona með spjald sem á stóð "Reykjavíki". Það tók tæp þrjú kortér að koma okkur á hótelið okkar í Cannes og þar tók á móti okkur hann Valdi sem hafði komið deginum áður. Hann sat á barnum í lobbýinu. Um Valda má segja að hann hafi náð alveg nýjum hæðum í þessu ferðalagi. Þeir sem þekkja Valda og hæfni hans í að tala út um óæðri endann hafa engu kynnst miðað við það sem mátti sjá þarna á frönsku rívierunni. Við höldum að hann hafi samanlagt sofið í þrjá tíma þessa þrjá sólarhringa. Hann fékk reyndar algjöra silkimeðferð hvert sem hann fór, það var óttablandin virðing fólks gagnvart honum og þó aðallega sporunum hans sem gerði honum lífið létt. Við semsagt komum til Cannes á mánudeginum og áttum að spila á þriðjudagskvöldinu. Krakkarnir í Lay low spiluðu þarna líka en þau hittum við á hótelinu okkar og héldum við þar gott mánudagseftirpartý með brotnum ofni, bjórflöskum í sundlauginni og sjómannskeppni.


Daginn eftir héldum við á ráðstefnuna og kíktum á ýmsa bása. Aðallega þó Íslandsbásinn. Þar voru Óttar Felix, Jakob Frímann, Ási í Gramminu, Jói í 12 tónum og Tómas R. Við hittum þennan dag strákana í hljómsveitinni Patrick Watson. Þeir eru frá Montreal Kanada og eru óskaplega næs gaurar. Við héngum með þeim og skemmtum okkur dável saman. Við höfðum reyndar spilað með þeim í 12 tónum á síðustu Airwaves-hátíð, þeir höfðu heyrt í okkur og við í þeim. Svo hittist það svo illa á að við vorum að spila á sama tíma á Midem í sölum hlið við hlið. Það var svolítið kaldhæðnislegt. Þetta er frábært band og platan þeirra er virkilega falleg og skemmtileg. Tónleikarnir gengu mjög vel hjá okkur, við fengum ágætis viðtökur. Við vorum búnir að plana fjöldasöng fyrir lokalagið og drengirnir í Patrick Watson ætluðu að hlaupa yfir til okkar og koma með uppá svið. Þeir náðu því ekki og ég held að það sé til marks um að við höfum spilað svolítið hratt. Við ætluðum að syngja Benna Hemm Hemm lagið Ég á bát, en við munum í staðinn syngja það í Texas í mars en þar spila bæði böndin á South by southwest. Lay low spilaði fyrr um kvöldið og þau stóðu sig mjög vel. Fínir krakkar. Daginn eftir héldum við til London og þaðan til Keflavíkur.

5:53 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.