Í veðurblíðunni í dag fórum við fjölskyldan út á Miklatún og renndum okkur á Stiga-sleðanum sem við fengum í gjöf frá afa Hadda og ömmu Diddu (reyndar fékk Stefán sleðann að gjöf en við foreldrarnir höfum jafngaman af honum). Ekki var verra að taka með sér harðfiskinn sem við fengum að vestan á dögunum, hann var jafnvel enn betri í snjónum og blíðunni.